Öll 18 mánaða börn á leikskóla Skúli Helgason skrifar 9. maí 2016 07:00 Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Skúli Helgason Mest lesið Halldór 09.08.2025 Halldór Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Það er stefna meirihluta Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna og Pírata í Reykjavík að auka þjónustu við fjölskyldur yngri barna þannig að bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla verði brúað á komandi árum. Við náðum mikilvægum áfanga á dögunum þegar borgarráð samþykkti tillögu skóla- og frístundasviðs um að bjóða öllum börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2015 innritun á leikskólum borgarinnar frá og með haustinu. Reglur borgarinnar hafa kveðið á um að öll börn innritist á leikskóla árið sem þau verða tveggja ára en í ágúst næstkomandi getum við í fyrsta sinn boðið öllum börnum sem eru 18 mánaða og eldri leikskólapláss. Þar kemur m.a. til að stóru fæðingarárgangarnir eftir hrun eru að færast upp í grunnskólana og meira jafnvægi að skapast varðandi stærð árganga á leikskólastiginu. Þessu fylgir að nú er hægt að finna laus leikskólapláss í hverfum þar sem áður hafa verið langir biðlistar, s.s. í vesturbænum. Það mun koma í ljós á næstu vikum hvort öll börn fædd í janúar og febrúar 2015 þiggja þau leikskólapláss sem þeim standa til boða og þá skýrist myndin af því hvort hægt verði að bjóða enn yngri börnum pláss í haust. Vilji okkar stendur til þess en frekari skref í þá veru kalla á viðbótarfjármagn úr borgarsjóði.Brúum bilið frá fæðingarorlofi Í samstarfssáttmála meirihlutans segir að áætlun verði unnin um að brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla og teknar upp viðræður við ríkið og Alþingi um að ná því markmiði. Nú liggja fyrir tillögur starfshóps um lengingu fæðingarorlofs úr 9 mánuðum í 12 og er mikilvægt að stjórnmálaflokkarnir styðji þau áform í aðdraganda þingkosninga í haust. Samfylkingin hefur talað fyrir því um árabil og mun beita sér af krafti í þeirri baráttu. Framundan er vinna á vegum borgarinnar við að móta áætlun um fjölgun leikskólaplássa fyrir börn yngri en 18 mánaða. Það verður eitt mikilvægasta fjárfestingarverkefni næstu ára í Reykjavík.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 9. maí.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar