Selma leysir Jóhönnu Vigdísi af í Mamma Mia! Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 7. maí 2016 15:00 Selma skellir sér í hlutverk Donnu í fjarveru Jóhönnu Vigdísar og segir það bæði vera stressandi og spennandi. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
„Það er náttúrulega bara klikkun,“ segir Selma Björnsdóttir hlæjandi þegar hún er spurð að því hvernig það sé að hoppa inn í sýningu þar sem blandað er saman leiklist, dansi og söng. Selma mun leika aðalhlutverkið í sýningunni Mamma Mia! í Borgarleikhúsinu í vikutíma. Aðalleikkona sýningarinnar, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, heldur utan og hleypur Selma því í skarðið. „Ég hef nú hoppað inn í sýningar áður þannig að ég ákvað bara að gera þetta. Ég er náttúrulega líka gamall ABBA-aðdáandi og er mikið að syngja lögin með Regínu vinkonu minni á árshátíðum og svona. Þannig að ég er ekki ókunnug þessum lögum en það var vissulega áskorun að læra þetta allt á íslensku.“ Jóhanna Vigdís leikur aðalhlutverk sýningarinnar, Donnu, sem flestir ættu að hafa séð stórleikonuna Meryl Streep túlka í samnefndri kvikmynd sem kom út árið 2008. Sjálf var Selma hrifin af kvikmyndinni og tekur fram að Streep hafi verið í miklu uppáhaldi hjá henni og á Selma að sjálfsögðu nokkur uppáhalds ABBA-lög. „Winner Takes It All og svo My Love, My Life sem er kannski ekki þeirra þekktasta lag en það er eitt af mínum uppáhalds. Síðan finnst mér Gimmie! Gimmie! Gimmie! alveg hrikalega flott.“ Þó að Selma ætti að teljast þaulvön því að syngja hina ýmsu smelli sveitarinnar og með allar laglínurnar á kristaltæru þá er sýningin á íslensku og textar laganna þýddir yfir á hið ástkæra og ylhýra. „Ég setti mér það markmið fyrir mánuði að læra einn lagatexta á dag. Það er nú ekki vanþörf á því þar sem Hansa er með einhver níu sólónúmer og dúetta,“ segir hún létt í bragði og segir að fyrir sér liggi það beinast við að byrja þar. „Mér fannst gáfulegast að byrja á lögunum því svo þarf að bæta hreyfingunum ofan í þau og þá þarf maður að kunna lögin ofsalega vel. Þannig ég byrjaði á því að fókusera á þessa íslensku lagatexta, svo hreyfingarnar og svo tók ég senurnar. Ég fékk bara upptöku af sýningunni og er búin að liggja við tölvuskjáinn heima og með handritið. Svo er ég búin að vera dugleg við það að koma á sýningar og bæði horfa út í sal og svo elta Hönsu baksviðs til þess að læra á ferðalagið hennar þar.“ Hún segir bæði spennu og stress fylgja því að stíga á svið og tækla Donnu en Selma mun leysa Jóhönnu af í næstu viku á meðan sú síðarnefnda er stödd erlendis. Annað kvöld er fyrsta kvöldið sem hún stígur á svið í sýningunni. „Það er eins og ég segi, þetta er pínu klikkun en svo er þetta líka gaman og það er spenna í þessu öllu saman. Það er eitthvert svona adrenalínkikk sem er skemmtilegt,“ segir hún rétt áður en hún hleypur inn á æfingu. gydaloa@frettabladid.is
Leikhús Tengdar fréttir Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27 Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Elti ástina til Íslands Tónlist Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Fleiri fréttir Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Sjá meira
Hlustaðu á Helga Björns og Hönsu taka lagið úr heitasta söngleiknum á Íslandi Negla SOS með ABBA. 11. mars 2016 15:27
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“