Flestir í sveitarstjórninni sem lokaði á Airbnb aðilar í ferðaþjónustu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. maí 2016 10:44 Um 1300 gistirými er að finna í Mýrdalshreppi. vísir/heiða Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Meirihluti sveitastjórnarfólks í Mýrdalshreppi eru aðilar í ferðaþjónustu. Sveitarstjórnin ákvað á dögunum að banna útleigu íbúðahúsnæðis til skamms tíma í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal. Sveitarstjóri segir húsnæðisskort vandamálið og fólk vilji búa í hefðbundnu samfélagi. Sveitarstjórnarmenn séu ekki vanhæfir vegna eiginhagsmuna til ákvörðunartöku sem snerti samfélagið í heild þótt þeir reki gistiheimili eða leigi út til ferðamanna. Sveitarstjórnin í Mýrdalshreppi er skipuð þeim Elínu Einarsdóttur oddvita, Evu Dögg Þorsteinsdóttur, Þráni Sigurðssyni og Eiríki Tryggva Ástþórssyni og Inga Má Björnssyni. Oddvitinn Elín rekur Sólheimahjáleigu sem býður upp á gistingu fyrir tugi manns og Eva Dögg gistingu í Garðakoti. Báðir staðir eru utan þess svæðis sem bann á útleigu nær til. Þá býður Þráinn Sigurðsson einnig upp á gistingu innan þéttbýlisins.Ákvörðun hefur ekkert með samkeppni að gera Ásgeir Magnússon sveitarstjóri í Mýrdalshreppi segir engan hafa vikið af fundi þegar ákveðið var að gera breytingarnar, enda engin ástæða verið til. Ákvörðunin hafi ekkert með samkeppni að gera. Mikill skortur sé á íbúðarhúsnæði í bænum sem sé samfélagslegt vandamál og þá sé töluvert ónæði sem hljótist af skammtímaleigunni. Væri fólk að gæta sinna hagsmuna hefði verið auðveldast að takmarka lóðaframboð. Betra væri að útvega fólki lóðum fyrir rekstur gistiheimila en að troða þeim inn í íbúðarhverfi. Hann segir ferðamenn sem sæki í íbúðirnar koma á öllum tímum sólarhringsins og séu að leita að íbúðunum sem valdi ónæði fyrir íbúa bæjarins. Íbúar í Vík vilji búa í hefðbundnu samfélagi þar sem fólk býr í húsunum sínum og greiði sína skatta.Sjá einnig:Breytingar í Berlín vegna Airbnb Hér eftir mun því sveitarstjórnin veita neikvæða umsögn þegar eigendur íbúðahúsnæðis óska eftir leyfi til að leigja út húsnæði til skammtímaleigu. Þeir sem þegar hafa tilskyld leyfi geta haldið þeim til ársins 2022. Um 540 manns búa í Mýrdalshreppi en gistirými í hreppnum eru um 1300 samkvæmt upplýsingum úr Morgunblaðinu í vikunni. Það gera rúmlega tvö rými á hvern íbúa í hreppnum. Hins vegar þarf að hafa í huga að fjölmargir sem koma að rýmunum eru ekki íbúar í hreppnum.Uppfært klukkan 13:59Í fyrri útgáfu fréttarinnar kom fram að Eiríkur Tryggvi Ástþórsson biði einnig upp á gistingu. Hið rétta er að hann leigir hús í sinni eigu til pars sem í framhaldinu rekur heimagistingu. Beðist er velvirðingar á þessu.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22 Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00 Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01 Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Sjá meira
Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. 2. maí 2016 11:22
Vilja ekki fólk í gámum Húsnæðisskortur er í Vík í Mýrdal vegna mikillar fjölgunar ferðamanna og bæjarbúa. Sveitarfélagið hafnar beiðni rekstraraðila í Vík um að reisa gáma fyrir starfsfólk sitt. Þá hefur verið ákveðið að stöðva útgáfu Airbnb-leyf 5. maí 2016 07:00
Skammtímaleiga íbúðarhúsnæðis ekki lengur leyfð í Vík Ásgeir Magnússon, sveitarstjóri Mýrdalshrepps, segir að málið snúist fyrst og fremst um það að vilja búa í hefðbundnu samfélagi. 4. maí 2016 10:01