Berlínarbúum bannað að leigja út íbúðir sínar á Airbnb Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. maí 2016 11:22 Branderburgarhliðið í Berlín, einnum vinsælasta áfangastað ferðamanna í Evrópu. vísir/getty Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb. Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Fólk sem verður uppvíst að því að leigja út íbúðir sínar í Berlín á síðum á borð við Airbnb á von á háum sektum frá og með gærdeginum. Aðgerðirnar eiga að hjálpa borgarbúum að leigja í þýsku höfuðborginni þar sem leiga hefur hækkað um rúmlega helming frá 2009. Telja yfirvöld að íbúðarleiga til ferðamanna skerði verulega aðgengi borgarbúa að húsnæði þar sem færri íbúðir eru í boði og verðið mun hærra. Samkvæmt löggjöfinni mega Berlínarbúar þó ennþá leigja stök herbergi í íbúðum sínum til ferðamanna. Lögin voru samþykkt árið 2014 en tóku ekki gildi fyrr en nú á laugardaginn þegar tveggja ára aðlögunartímabili vegna laganna lauk. Þeir sem brjóta gegn löggjöfinni geta átt von á sekt upp á allt að 100 þúsund evrur, eða sem samsvarar 14 milljónum króna. Andreas Giesel, yfirmaður skipulagsmála í Berlín, segir breytinguna nauðsynlega þar sem húsnæðisskortur sé í borginni. Berlín er einn vinsælasti áfangastaður ferðamanna í Evrópu. Á seinasta ári voru gistinætur þar 30,2 milljónir en þar af voru rúmlega sex milljónir nótta í gegnum vefsíður á borð við Airbnb.
Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Viðskipti innlent Steinhissa á MR og rifjar lúmskt upp sjónvarpsleysið á fimmtudögum Atvinnulíf Enginn bragur af verðhækkunum Icelandair Neytendur Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent