Dega-fjölskyldan send til Albaníu í nótt Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. maí 2016 19:09 „Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“ Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
„Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“
Flóttamenn Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira