
Nýr flokkur á gömlum grunni
Þetta rifja ég hér upp að gefnu tilefni. Nú á Samfylkingin við vanda að etja af líkum toga og Alþýðuflokkurinn átti í kjölfar alþingiskosninga 1974, þegar flokkurinn var nálægt því að þurrkast út af Alþingi, hlaut 9% atkvæða og einn kjörinn þingmann, en honum fylgdu svo fjórir uppbótarþingmenn. Engum flokksmanni kom þá til hugar að gefast upp og efast um hlutverk Alþýðuflokksins sem bar ábyrgð á hugsjón jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks við völd, djúpstæð spilling í þjóðlífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin barátta Vilmundar heitins Gylfasonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti í kosningabaráttu Alþýðuflokksins árið 1978, fyllti flokksfólkið eldmóði. En úrslitum réð, að Alþýðuflokkurinnn kannaðist við fortíð sína og byggði róttækan málflutning sinn og baráttu á gömlum grunni, stóð traustan vörð um sögu sína og verk; og þrátt fyrir harða aðför andstæðinga flokksins að þeirri sögu og verkum.
Afskræma sögu flokksins
Nú keppast nokkrir forystumenn Samfylkingarinnar við að afneita eða afskræma sögu flokksins, upphefja meint „mistök“ með stóryrðum og biðja kjósendur afsökunar á tilveru sinni. Tæpast getur flokkur, sem þannig hagar málflutningi sínum, notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur er meira en bandalag frambjóðenda sem eru að sækja um atvinnu. Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem á sameiginlega hugsjón og þráir að sjá árangur í verki á lýðræðislegum grunni. Þingmenn flokksins eru því þjónar fólksins um að koma verkum hugsjóna til framkvæmda.
Samfylkingin var stofnuð af öflugum stjórnmálahreyfingum sem áttu sér sameiginlega hugsjón um jöfnuð, réttlæti og almenna velferð á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru hlutverki í stjórnmálunum. Samfylkingin var í forystu ríkisstjórnar, þegar þjóðin háði í raun baráttu um efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á Hruni sem leitt gat til þjóðargjaldþrots. Engum gat til hugar komið á haustdögum árið 2008, að við yrðum komin til þeirrar farsældar sem við njótum í dag. Þar skipti öllu máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna tók á málum af festu og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður og skilaði þjóðarbúinu, svo til heilla horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir að staðfesta rækilega hér á landi, þó það sé fyrir löngu skráð í bækur í útlöndum.
Kosið um leiðtoga
Í formannskjöri innan Samfylkingarinnar á ekki að kjósa um það hvernig leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa undir sæng með einhverju flokksbroti. Þvert á móti er kosið um leiðtoga, sem kannast við flokkinn, sögu hans og árangur, og hefur burði til að sækja fram í flokki til sigurs.
Ef Samfylkingin ætlar að rækta traust með þjóðinni, þá verður það ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu sína og uppskeru verkanna til heilla fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að taka. Af þeim sjónarhóli er horft til framtíðar þar sem framsækni og baráttugleði mótar för. Ef Samfylkingunni auðnast þetta ekki, þá liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og nærtækt að vekja hann til verka. Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó oft hafi blásið á móti og gera ekki enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir velferðina í landinu, heldur kjölfestan.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 17. maí.
Skoðun

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar

Stærð er ekki mæld í sentimetrum
Sigmar Guðmundsson skrifar

Áður en íslenskan leysist upp
Gamithra Marga skrifar