Þrefalt fleiri sækja um hæli Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira
Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Sjá meira