Þrefalt fleiri sækja um hæli Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira