Metið sem Koeman er að missa til Messi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. maí 2016 21:45 Lionel Messi býr sig undir að taka aukaspyrnu. Vísir/Getty Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi. Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Lionel Messi hefur verið duglegur að safna að sér metum hjá Barcelona og nú er enn eitt metið komið í hús eftir leik Barcelona liðsins um síðustu helgi. Messi skoraði sitt sjöunda aukaspyrnumark á tímabilinu í 7-0 sigri á nágrönnunum úr Espanyol um síðustu helgi. Þetta þýðir að argentínski snillingurinn er búinn að skora 23 aukaspyrnumörk fyrir Barcelona á ferlinum og hefur þar með jafnað met Ronald Koeman. Lionel Messi fékk þó ekki að taka sína fyrstu aukaspyrnu fyrir Barcelona fyrr en tímabilið 2008-09 sem var jafnframt fyrsta tímabil liðsins undir stjórn Pep Guardiola. Fram að því eða á fyrstu fjórum tímabilum hans með aðalliðið Barcelona höfðu þeir Ronaldinho, Thierry Henry og Xavi Hernandez séð um að taka þessar aukaspyrnur við vítateig andstæðinganna. Frægasta aukaspyrna Ronald Koeman fyrir Barcelona var þegar Hollendingurinn tryggði liðinu 1-0 sigur á Sampdoria á Wembley í úrslitaleik Evrópukeppni meistaraliða árið 1992. Ronald Koeman skoraði alls 88 mörk í öllum keppnum fyrir Barcelona á sex tímabilum sínum með liðinu og flest þeirra komu úr annaðhvort vítaspyrnum eða aukaspyrnum. Ronald Koeman mun áfram eiga eitt met sem litlar líkur eru á að Messi bæti en hann skoraði á sínum tíma úr 25 vítum í röð í spænsku deildinni. Messi hefur nefnilega verið afar duglegur að klikka á sínum vítaspyrnum að undanförnu. Lionel Messi hefur skorað 41 mark í 47 leikjum í öllum keppnum á tímabilinu og alls 453 mörk í 529 leikjum með Barcelona. Messi hefur skorað 40 mörk eða meira á undanförnum sjö tímabilum. Barcelona getur tryggt sér spænska meistaratitilinn með sigri á Granada um helgina og framundan er síðan bikarúrslitaleikurinn á móti Sevilla 22. maí næstkomandi.
Spænski boltinn Tengdar fréttir Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45 Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15 Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30 Mest lesið Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Fótbolti Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Sport „Svekkjandi að missa af næsta leik“ Fótbolti „Virkilega galið tap“ Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum Fótbolti Fleiri fréttir Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Sjá meira
Barcelona með pálmann í höndunum Barcelona stendur ansi vel að vígi í spænsku úrvalsdeildinni þegar aðeins ein umferð er eftir. 8. maí 2016 16:45
Barcelona aftur á toppinn | Sama atburðarrás og síðasta laugardag Barcelona endurheimti toppsætið í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta með 0-2 útisigri á Real Betis í kvöld. 30. apríl 2016 20:15
Messi: Vonandi tapar Real gegn Atletico Lionel Messi, stjarna Barcelona, segir að enginn hjá félaginu vilji sjá Real Madrid vinna Meistaradeildina. 10. maí 2016 17:30