Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan fór á kostum í Hörpu í morgun. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45