Keegan: Ég er enn að leita að kennaranum sem sagði að ég yrði ekki góður fótboltamaður Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 12:15 Kevin Keegan fór á kostum í Hörpu í morgun. vísir/anton brink Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
Kevin Keegan, fyrrverandi landsliðsmaður og landsliðsþjálfari Englands, og David Moyes, fyrrverandi knattspyrnustjóri Everton og Manchester United, sátu pallborðsumræður á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu í morgun. Þeir, ásamt Höllu Tómasdóttur, forsetaframbjóðanda, og Andra Þór Guðmundssyni, forstjóra Ölgerðarinnar, ræddu um hvernig skal byggja upp gott lið frá grunni og mynda góða liðsheild. "Heiðarleiki skiptir miklu máli í þessu starfi. Starfsliðið þitt kann að meta fólk sem segir það sem það er að hugsa," sagði Moyes um einn af lyklunum að góðum árangri í fótbolta og viðskiptum. "En ef þú ert heiðarlegur ertu ekki vinsæll," bætti Moyes við. "Þannig er það bara. Stundum þarf maður að segja leikmönnum að þeir þurfi að fara. Eina leiðin til að vinna er að vera með besta liðið og til að vera með besta liðið þarftu stundum að senda menn í burtu og vera heiðarlegur. Sá sem gerir það er ekki vinsæll."David Moyes kom með marga flotta punkta.vísir/anton brinkHafnað tvisvar sinnum Kevin Keegan tók að hluta undir orð Moyes en sagði að hvítar lygar væru líka nauðsyn þegar knattspyrnustjórar eru að reyna að halda öllum hópnum góðum yfir heilt keppnistímabil. "Stundum þarftu sem leiðtogi og stjóri að ljúga. Það eru bara þeir ellefu hverju sinni sem eru sáttir við þig. Aðrir vilja fá svör og spyrja hvort þeirra tækifæri sé handan við hornið. Þegar það gerist þarf maður að passa sig hvað maður segir," sagði Keegan. Aftur á móti benti Keegan á að stundum er bara best að segja leikmönnum að þeir fái líklega ekki tækifæri. Höfnun er nefnilega ekki alltaf slæmur hlutur. "Stundum er best að hafna mönnum. Höfnun er stundum það besta sem kemur fyrir íþróttamenn. Öllum bestu leikmönnum heims hefur verið hafnað á einhverjum tímapunkti," sagði Keegan sem tvisvar sinnum var kjörinn besti knattspyrnumaður Evrópu. "Mér var hafnað tvisvar sinnum snemma á ferlinum. Ég fór þá aftur í skólann þar sem einn kennari sagði við mig að gleyma þessum draumum mínum því ég yrði aldrei góður fótboltamaður. Ég er enn að leita að þessum kennara. Er hann hér í dag?" sagði Kevin Keegan og allir í salnum hlógu.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42 Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fleiri fréttir „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Aðlögunar krafist eftir U-beygju Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Kevin Keegan: Ísland mun vinna EM í Frakklandi "Ég veit ekki hvernig þið munuð fara að því en Ísland mun vinna.“ 11. maí 2016 11:42
Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Formaður knattspyrnudeildar FH og fjármálaráðherra ekki sammála um framtíð knattspyrnuvalla á Íslandi. 11. maí 2016 10:45
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45