Jón Rúnar og Bjarni Ben tókust á um gervigras Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. maí 2016 10:45 Illugi, Jón Rúnar, Bjarni Ben og John Carlin ræða málin í Hörpu í dag. vísir/anton brink Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson. Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, tókust á um gervigras á ráðstefnunni Business and Football í morgun. Þeir voru í panel ásamt Illuga Gunnarssyni, mennta- og íþróttamálaráðherra, að ræða stöðu viðskipta og knattspyrnu á Íslandi. Þegar Bjarni þakkaði gervigrasinu að hluta fyrir framþróun íslenskrar knattspyrnu gat Jón Rúnar ekki setið á sér. FH-ingar, eins og kom augljóslega fram í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi, eru á móti gervigrasi á aðalvöllum en FH á tvær litlar knattspyrnuhallir með gervigrasi og sú þriðja í fullri stærð er á leiðinni. Blaðamaðurinn John Carlin stýrði umræðunni og sá greinilega að Jón Rúnar vildi ólmur mótmæla Bjarna og hann fékk að gera það. "Það er til þetta fólk sem vill taka það frá krökkum sem eru að byrja í fótbolta að renna sér á blautu og drullugu grasinu. Ekki ég. Ég er á móti gervigrasi," sagði Jón Rúnar og hélt áfram: "Ef þú horfir á vellina á Englandi núna eru þeir fullkomnir en fyrir nokkrum árum voru þetta eins og kartöflugarðar. Hvers vegna er það? Það er líka þróun á náttúrlegu grasi." "Við þurfum að einbeita okkur að því að þróa grasvellina okkar. Á veturna er tilgangslaust að vera með gervigras úti. Það vill enginn vera úti þá. Við eigum að vera með eina stóra knattspyrnuhöll í Reykjavík þar sem við getum spilað minni leiki en einbeitum okkur svo að því að bæta grasvellina. Við getum bætt vellina en við breytum ekki veðrinu," sagði Jón Rúnar. Blaðamaðurinn Carlin bjó lengi á Spáni og benti á að þrátt fyrir gott veður þar eru gervigrasvellir út um allt. Hann segir Spánverja mjög skipulagða þegar kemur að knattspyrnu og töluvert skipulagðari heldur en til dæmis Englendinga. Hann sagði Jóni Rúnari að það væri bein tenging á milli þess hvernig Spánverjar spila og hvernig þeir vilja halda boltanum þar sem krakkar æfa alltaf á gervigrasi. Hann benti á að íslenska liðið og yngri íslenskir leikmenn eru mun betri í fótbolta en áður og tengdi þessa þróun við gervigras. "Við erum með grasvöll á aðalvellinum okkar. Sá völlur var klár fyrir þremur vikum. Þetta snýst bara um að hugsa um það sem þú átt," sagði Jón Rúnar en Bjarni benti á að það skipti einnig máli hversu mikið völlurinn er notaður. "Ég get sagt ykkur það að FH-völlurinn er notaður að meðaltali 350 klukkustundir á ári. Karla- og kvennaliðið spilar og æfir á vellinum. Við þurfum að nýta þetta stutta sumar okkar og vera með grasvellina fullkomna." Bjarni tók þá orðið: "Það vilja allir spila á fullkomnum grasvöllum en þetta snýst um að nýta þá fjármuni sem við höfum til að þróa íþróttina. Það er engin spurning að gervigrasið og hallirnar sem við höfum fjárfest í er að skila sér. Nú erum við að uppskera," sagði Bjarni Benediktsson.
Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15 Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Fótbolti Fleiri fréttir Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Í beinni: Breiðablik - Spartak Subotica | Freista þess að komast í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Sjá meira
John Carlin: Hættið að tala Ísland niður og vinnið riðilinn á EM Blaðamaðurinn og rithöfundurinn er mikill áhugamaður um Ísland og sló í gegn á ráðstefnunni Business and Football í Hörpu. 11. maí 2016 10:15
Ramón Calderón: Ég varð ástfanginn af Íslandi Fyrrverandi forseti Real Madrid segist ekki trúa á kraftaverk þó það orð sé notað yfir árangur Íslands í fótbolta og viðskiptum. 11. maí 2016 09:45