Nítján ár frá því að Páll Óskar steig á sviðið á Írlandi: „Sjö bestu dagar lífs míns“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. maí 2016 12:30 Íslenska framlagið fer vel í Palla. vísir „Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn. Eurovision Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Sjá meira
„Það eru liðin tuttugu ár á næsta ári síðan ég fór út í Eurovision,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson sem fór út fyrir Íslands hönd árið 1997 og söng lagið Minn hinsti dans og vakti gríðarlega athygli í keppninni. Þá fór keppnin fram í Írlandi. „Þá vorum við bara úti í sjö daga og þetta voru sjö bestu dagar lífs míns í röð. Hver einasti dagur var eins og lítil sprenging og að fara inn í Eurovision land er alveg einstakt og ótrúleg stemning á svæðinu. Það er í raun enginn leið að útskýra þetta beint, nema þú hafir farið þangað. Þarna er ofsalega falleg og mögnuð orka sem ég get vel skilið að þú verður háður.“ Páll segist skilja þá aðdáendur sem fríki út og elta keppnina út um allt. „Við Íslendingar eigum alveg jafn mikinn séns á því að vinna Eurovision eins og hver önnur þjóð. Það er bara verið að biðja um þessar þrjár mínútur af fullkomnun. Ég hef ekki uppskriftina af hinu fullkomna popplagi, ef ég hefði þá uppskrift þá væri ég grilljónamæringur í dag.“Frábært viðhorf hjá íslenska hópnum Palli segir að íslenska lagið í ár sé svakalega flott og vel samið. „Ég er svo feginn því að viðhorf hópsins er pínulítið öðruvísi en það hefur verið hingað til. Þau eru að fara út með heildarpakka. Ekki bara fókus á lagið, standa kyrr og syngja það eins og lenskan hjá Íslendingum hefur verið. Um leið og Íslendingar fara að gera kröfur eða rugga bátnum eitthvað, þá verður fólk bara hissa þarna úti. Hér er kominn hópur sem er með tilbúinn pakka, ákveðið atriði, þar sem allt þarf að dansa saman. Allt er jafn mikilvægt, líka grafíkin, líka myndavélaskotin. Það er búið að negla þetta allt niður í öreindir.“ Greta stígur á sviðið í kvöld og syngur lagið Hear Them Calling í Globen-höllinni í fyrra undanúrslitakvöldinu. Í kvöld kemur í ljós hvort við Íslendingar munum eiga lag í lokakeppninni á laugardaginn.
Eurovision Mest lesið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Lífið Opið samband fer úrskeiðis Lífið Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Tónlist Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Lífið Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Fleiri fréttir Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Sjá meira