Belgía vann 2-1 sigur á Sviss í vináttulandsleik fyrir Evrópumótið í Frakklandi í sumar, en leikurinn fór fram í Sviss.
Blerim Dzemaili kom Sviss yfir á 31. mínútu, en þremur mínútum síðar jafnaði framherji Everton, Romelu LUkaku metin.
Staðan var 1-1 í hálfleik, en á 81. mínútu fékk Haris Seferovic rautt spjald í liði Sviss. Belgar nýttu sér liðsmuninn og Kevin de Bruyne skoraði sigurmarkið tveimur mínútum síðar.
Belgía er í riðli með Ítalíu, Írlandi og Svíþjóð á EM í sumar, en Sviss er með Albaníu, Rúmeníu og gestgjöfunum í Frakklandi í riðli.
