Vonir um Borgarlínu innan fimm til tíu ára Sæunn Gísladóttir skrifar 28. maí 2016 07:00 Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn. Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira
Vonir eru um að Borgarlína sem tengi saman helstu svæði höfuðborgarsvæðisins verði tekin í notkun eftir fimm ár, eða að minnsta kosti innan næstu tíu ára. Þetta kom fram í máli Þorsteins R. Hermannssonar, samgöngustjóra umhverfis- og skipulagssviðs Reykjavíkurborgar, á málþingi um almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu í gær. „Við erum ekki að hugsa fjörutíu ár fram í tímann með þetta,“ sagði hann. Borgarlína verður annaðhvort léttlesta- eða hraðvagnakerfi, ekki er búið að ákveða hvaða tækni á að nota. Verið er að skoða möguleikann á að tengja frá Keflavíkurflugvelli við Borgarlínuna, þó nokkrar útfærslur séu á borðinu. Borgarlínan er hryggjarstykkið í Höfuðborgarsvæðinu 2040, nýju svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins og samgönguáherslum þess. Fram kom á fundinum að árið 2040 gæti 40 kílómetra Borgarlína verið komin í gagnið. Heildarstofnkostnaðar væri 70 til 150 milljarðar króna. Hægt væri að ljúka fyrsta áfanga fyrir árið 2022 með 18 kílómetra línu, sú fjárfesting myndi nema 30 til 65 milljörðum króna. Þorsteinn rökstuddi uppbyggingu Borgarlínu í Reykjavík með því að vísa til þess að sambærileg kerfi hefðu verið byggð upp víðsvegar um Evrópu fyrir borgir með innan við 300 þúsund íbúa og jafnvel 200 þúsund íbúa. Í Frakklandi hefur verið byggt upp léttlestarkerfi í 33 borgum frá árinu 1985, þar af í 25 borgum með færri en 250 þúsund íbúa. Akstursleiðirnar eru ekki endanlegar en greining og samanburður hefur verið gerður á mögulegum akstursleiðum eftir tólf leggjum milli kjarna. Þær akstursleiðir sem eru meðal annars til áframhaldandi skoðunar eru Fjörður í Hafnarfirði, Garðabær, Hamraborg, Kringlan, Miðbær, BSÍ, Ártún og Eiðistorg. Innan við fjögur hundruð metra frá akstursleiðum á korti eru 80 þúsund íbúar, 68 prósent af verslunar- og skrifstofuhúsnæði og 51 prósent af atvinnuhúsnæði. „Við gerð Borgarlínu er skoðaður hver sé þéttleiki byggðar í dag, en ekki síður hvar uppbyggingin verður,“ sagði Þorsteinn á fundinum. „Kerfið er ekki bara fjárfesting heldur leiðir líka af sér fjárfestingu. Áætlanir um uppbyggingu húsnæðis og Borgarlínu eru samtvinnaðar til að hægt sé að uppfylla ferðaþarfir sem flestra íbúa og ferðamanna með kerfinu.“ Þorsteinn bætti við að höfð væri í huga fjölgun um næstu sjötíu þúsund íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Þorsteinn vék að fjármögnun Borgarlínu á fundinum og benti á dæmi frá Danmörku og Frakklandi. Þar hefur fjármögnunin skipst milli sveitarfélaga, ríkisstjórna og hverfa. Í Frakklandi hefur ríkið fjármagnað stofnkostnað með skattheimtu, til dæmis frá bílastæðagjöldum og fyrirtækjum í grenndinni. Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir eru því í boði, meðal annars samstarf við einkamarkaði um framkvæmdir, fjármögnun og rekstur, svokölluð PPP-leið. Opinber fjármögnun er ýmist í formi almennrar eða sértækrar skattheimtu. Sérstakur skattur er þá eyrnamerktur almenningssamgöngum, til dæmis vegtollar, gjaldtaka af bílastæðum og fleira. Í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu hefur PPP-kerfið gengið vel í uppbyggingu og rekstri hágæða almenningssamgöngukerfa, en þeim hefur stöðugt fjölgað þar síðustu 24 ár. Í York fyrir utan Toronto er Viva- kerfi við lýði, þar sáu samgönguyfirvöld um stærstan hluta fjármögnunar, en einkaaðilar sáu um hönnun, uppbyggingu, innkaup og rekstur að hluta. Þorsteinn benti á að uppbygging léttlestarkerfis tæki ekki langan tíma þegar ákveðið væri að taka af skarið. „Í Viva-kerfinu liðu 36 mánuðir milli þess sem undirbúningur verkefnisins hófst og þangað til fyrstu vagnarnir hófu akstur,“ sagði Þorsteinn.
Borgarlína Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Sjá meira