Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Agnar Már Másson skrifar 8. nóvember 2025 12:48 Flutningaskipið er í eigu þýskrar útgerðar en Eimskip hafði það á leigu. Landhelgisgæslan Íslenska hvalaskoðunarfyrirtækið Seatrips ehf. þarf að greiða rúmlega hundrað milljónir til erlendra skipafyrirtækja vegna atviks sem varð nærri Akurey þar sem litlu mátti muna að árekstur ætti sér stað. Seatrips eru þó aðeins ber ábyrgð á 1/5 af tjóninu. Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu. Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Sjá meira
Seatrips lutu í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær en félaginu hafði annars vegar verið stefnt af danska tryggingarfélaginu Assuranceforeningen Skuld og þýska skipafélaginu Linda ShipInvest GMBH & Co. KG. Hinn 10. september 2023 sigldi gámaskipið Vera D frá Rotterdam til Reykjavíkur með 683 gáma um borð. Vera D er í eigu Lindu Shipinvest en Skuld er vátryggingafélag Veru D. Á sama tíma sigldi Arctic Rose, hvalaskoðunarskip á vegum Seatrips, frá Reykjavíkurhöfn í hvalaskoðunarferð með 35 farþega. 110 metra bil milli skipa Litlu mátti muna á að skipin rækjust á hvort annað þar sem leiðir skipanna skárust með 110 metra bili. Til að forðast árekstur beygði skipstjóri Veru D út af skipulagðri siglingarleið skipsins og tók niðri á grynningu við Akureyjarrif. Skemmdir urðu á VERA D og skipið var kyrrsett við hafnir Íslands þar sem skemmdir á eldsneytistönkum leiddu til mengunarhættu. Slökkvilið hafði sett upp olíugirðingar í kringum skipið til að koma í veg fyrir útbreiðslu mengunar en eldsneytistankar skipsins voru tæmdir til að draga úr hættu. Síðan var skipið dregið til Rotterdam í viðgerð. Erlendu félögin mátu heildartjón 1.135 milljónir króna og töldu Seatrips bera helmingssök á tjóninu. Bera ábyrgð á 1/5 tjónsins Seatrips vildu meina að tjónið á Veru D stafaði af saknæmri háttsemi skipstjóra og stýrimanns Veru D. Skipinu hafi verið siglt of hratt og utan skipulagðrar siglingaleiðar. Fram kemur í dómnum að skipstjóri Veru D hafi yfirgefið brúna án þess að stýrimaður hefði fengið undanþágu frá hafnsöguskyldu. Þýsku eigendur Veru D kröfðust 124 milljóna króna í skaðabætur af hálfu Seatrips og viðurkenningar á sjóveðrétti í Arctic Rose. Danska tryggingafélagið krafðist 143 milljóna króna í endurkröfu vegna vátryggingarbóta og viðurkenningar á sjóveðrétti. Seatrips vildu meina að áhöfn Arctic Rose hafi fylgt öllum siglingareglum og sýnt gott snarræði. Ef einhver sök væri hjá Arctic Rose væri hún smávægileg. Skipstjóri hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að báðir aðilar bæru ábyrgð á atvikinu; skipstjóri og stýrimaður Veru D hafi sýnt stórfellt gáleysi en skipstjóri Arctic Rose hafi einnig brugðist skyldum sínum með því að breyta um stefnu í andstöðu við siglingareglur. Dómurinn taldi að einn fimmti sakarinnar lægi hjá Seatrips en fjórir fimmtu hjá erlendu félögunum tveimur. Þannig þarf Seatrips að borga 49 milljónir króna til Linda ShipInvest GMBH & Co. KG og svo 57 milljónir króna til Assuranceforeningen Skuld. Sjóveðréttur var auk þess viðurkenndur í Arctic Rose til tryggingar greiðslu.
Samgönguslys Reykjavík Dómsmál Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Fleiri fréttir „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Sjá meira