Líkir íslenska fótboltaævintýrinu við sögur Southampton og Leicester Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. maí 2016 10:00 Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
Árangur íslenska karlalandsliðsins í fótbolta hefur vakið mikla athygli um allan heim og er hér á landi þessa dagana staddur aragrúi af erlendum fjölmiðlamönnum. Einn þeirra er Englendingurinn Roger Bennett sem búið hefur í Bandaríkjunum í 30 ár. Bennett hluti af tvíeykinu Men in Blazers og er með sjónvarsþátt á NBC um ensku úrvalsdeildina. Hann er hér á landi að gera heimildaþátt um íslenska fótboltaævintýrið en hann er mjög hrifinn af sögum eins og þeirri íslensku. Hann gerði í fyrra mynd um upprisu Southampton og í ár reyndi hann að fá svör við velgengni Leicester. „Ég skil þetta ekki enn þá. Við erum alltaf að reyna að greina þessa sögu Leicester með sinn hóp af mönnum sem hafa spilað fyrir mörg lið eða verið kastað frá öðrum liðum,“ segir Bennett í viðtali við Vísi. „Svo er það rómantíkin með Ranieri, þjálfara sem var búið að hlægja að undanfarin en svo kemur hann til baka og stendur uppi sem meistari.“ „Leicester-liðið hefur þessa samheldni og baráttuanda sem einkennir íslenska landsliðið og rúmlega það. Þrátt fyrir að hafa gert heimildamynd um Leicester í ár og horft á hvern leik aftur og aftur hef ég aldrei séð neitt þessu líkt,“ segir Bennett.Horfðu inn á við Southampton er lið sem fór úr C-deildinni á Englandi í Evrópubaráttu í ensku úrvalsdeildinni á fjórum árum og líkir Bennett Dýrlingunum einnig við Ísland. „Íslenska sagan er svipuð og Southampton. Það er félag sem horfði inn á við og áttaði sig á hvað það hafði. Það horfði svo á stóru liðin í kringum sig og reyndi að hugsa öðruvísi en þau og meira taktískt,“ segir Bennett. „Ég bý í Bandaríkjunum þar sem búa 320 milljónir manns en samt getur þjóðin ekki alið upp heimsklassa fótboltamenn og búið til liðið sem fólkinu finnst að það ætti að eiga. „Síðan kemur maður hingað til Íslands þar sem búa 320 þúsund manns með jafnmarga skráða fótboltaiðkenndur og búa í Rhode Island-ríki og sér hvað þið hafið gert,“ segir hann. „Þið voruð númer 131 á heimslistanum fyrir fjórum árum en þið settuð upp áætlun. Þið voruð að tapa fyrir Færeyjum og Möltu en þið settust niður og gerðuð áætlun. Þið voruð alltaf á því að þið mynduð verða mjög góð í fótbolta,“ segir Roger Bennett. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
EM 2016 í Frakklandi Enski boltinn Tengdar fréttir „Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Sjá meira
„Takk kærlega Ísland fyrir Aron Jóhannsson“ Bandaríski sjónvarps- og fjölmiðlamaðurinn Roger Bennett er á Íslandi til að gera heimildamynd um íslenska fótboltaævintýrið. 26. maí 2016 19:23