Fylgi Samfylkingarinnar að gufa upp Jón Hákon Halldórsson skrifar 27. maí 2016 06:00 Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika. Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Samfylkingin hefur 6,1 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Einungis Björt framtíð hefur minna fylgi, en 2,5 prósent segjast myndu kjósa þann flokk ef kosið yrði til Alþingis nú. Þá segja 7,3 prósent svarenda að þau myndu kjósa Framsóknarflokkinn. Ekki er marktækur munur á fylgi samfylkingarmanna og framsóknarmanna. Rúm átján prósent svarenda segja að þau myndu kjósa VG. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar eru stærstu flokkarnir. Tæp 32 prósent segja að þau myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn en tæp 29 prósent að þau myndu kjósa Pírata. Munurinn á fylgi flokkanna er ekki tölfræðilega marktækur.Yrðu þetta niðurstöðurnar má ætla að Sjálfstæðisflokkurinn fengi flesta þingmenn, eða 22, Píratar fengju 20, VG fengi tólf þingmenn, Framsóknarflokkurinn fimm og Samfylkingin fjóra. Möguleiki væri á þremur útgáfum af tveggja flokka ríkisstjórnum. Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar gætu myndað 42 manna meirihluta. Hvor flokkur um sig gæti svo líka myndað meirihluta með VG en tveggja flokka meirihluti með þátttöku VG yrði afar naumur meirihluti. Formannsskipti eru í vændum hjá Samfylkingunni. Rafræn formannskosning hefst í flokknum á hádegi á morgun og stendur til 3. júní. Fjórir eru í framboði, en það eru þau Helgi Hjörvar alþingismaður, Oddný G. Harðardóttir alþingismaður, Magnús Orri Schram, ráðgjafi og varaþingmaður Samfylkingarinnar, og Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi. Árni Páll Árnason, núverandi formaður, er ekki í framboði.Andrés Jónsson, almannatengillAlls óvíst er hvaða áhrif formannsskiptin kunna að hafa á fylgi Samfylkingarinnar. Ný forysta tók við hjá Bjartri framtíð í september síðastliðnum, eftir slaka niðurstöðu í skoðanakönnunum. Rúmu hálfu ári seinna sjást engin merki breytinga á fylgi flokksins. Nýr formaður Samfylkingarinnar þarf því að hafa skýr svör við því hvað hann vill gera til þess að bæta hlut flokksins. Andrés Jónsson, almannatengill og flokksmaður í Samfylkingunni, sér ákveðna samlíkingu milli Samfylkingarinnar og þjóðkirkjunnar. Bæði hafi verið í langri hnignun og Samfylkingin geti lært af mistökum sem gerð hafi verið. „Það versta sem þú gerir í viðbrögðum við því að vera dottinn úr tísku er að fara í massíva vörn. Svona eins og biskupinn gerði þegar hún sagði að næsti forseti Íslands yrði að vera í þjóðkirkjunni. Svipað hefur nefnilega gerst með Íslendinga og andleg málefni og Íslendinga og stjórnmálaskoðanir að við erum hvorki jafn kirkjurækin né jafn flokksholl og áður,“ segir Andrés. Hann segir lausnina ekki vera þá að neita að horfast í augu við breyttan veruleika.
Alþingi Kosningar 2016 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira