Cristiano Ronaldo róar stuðningsmenn Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 15:45 Cristiano Ronaldo fær hér hjálp við að standa á fætur. Vísir/Getty Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Stuðningsmenn Real Madrid tóku örugglega andköf í dag þegar þeir sáu myndband frá æfingu Real Madrid liðsins en spænska liðið er nú að undirbúa sig fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar um næstu helgi. Á myndbandinu sést Cristiano Ronaldo meiðast og þeir svartsýnustu voru án efa byrjaðir að ímynda sér úrslitaleikinn á San Siro án síns besta leikmanns. Cristiano Ronaldo lenti í samstuði við varamarkvörðinn Kiko Casilla og lá eftir í grasinu, að því virðist sárþjáður. Læknar Real Madrid hlupu til og hópuðust að stjörnunni en allir á svæðinu höfðu greinilega miklar áhyggjur af stöðunni á portúgalska landsliðsmanninum. Ronaldo var grenilega svekktur og það leit út fyrir að meiðslin gætu verið alvarleg. Hann stóð samt upp og gekk óstuddur af æfingunni. Áður en spænsku fjölmiðlarnir voru búnir að slá því upp að Cristiano Ronaldo væri að fara að missa af úrslitaleiknum á laugardagskvöldið þá ákvað Ronaldo að stíga fram og fullvissa stuðningsmenn Real Madrid og aðra um að hafa ekki áhyggjur. Cristiano Ronaldo sagði að mönnum hafi vissulega brugðið en eftir skoðun lækna hafi það komið í ljós að hann væri ekki mikið meiddur og því leikfær á laugardaginn. Varamarkvörðurinn Kiko Casilla létti örugglega manna mest við að heyra þessar fréttir enda það hefði ekki verið gott fyrir hann að hafa það á samviskunni að hafa slasað mikilvægasta leikmann Real Madrid liðsins. Cristiano Ronaldo hefur skorað 16 mörk í 11 leikjum í Meistaradeildinni á þessu tímabili en meiðsli kostuðu hann fyrri undanúrslitaleikinn á móti Manchester City. Það er ljóst að Real Madrid þarf á honum að halda ætli liðið að vinna úrslitaleikinn á móti Atletico Madrid eftir fjóra daga.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira