Þarf núna ekki að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2016 19:19 Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Guðjón Guðmundsson ræddi við nýjan þjálfara danska úrvalsdeildarliðsins Randers í kvöldfréttum Stöðvar tvö. Ólafur Kristjánsson tekur við þjálfarastarfi Randers af fyrrum landsliðsmanni Englands Colin Todd sem þjálfað gefur Randers-liðið með góðum árangri síðustu ár. „Mér finnst þetta vera lið sem hefur hellings möguleika og þeir hafa verið að spila vel. Þeir eru með líkamlega sterkt lið um leið og þeir eru leiknir með boltann. Þarna eru því strengir að spila á sem eru mjög spennandi," sagði Ólafur í viðtali við Gaupa. „Markmiðið er að vera í hópi þeirra sex bestu. Það er breyting á keppnisfyrirkomulaginu í deildinni og það verður spiluð úrslitakeppni. Þetta snýst því svolítið um það að komast inn í þessa úrslitakeppni. Randers vill vera með lið sem fer þangað inn og þar af leiðandi þarf að vera með sterkan hóp," sagði Ólafur. Ólafur var áður þjálfari Nordsjælland í hálft annað ár en honum var síðan sagt upp störfum þar. „Það sem er mjög sterkt hjá Nordsjælland er ekki mjög sterkt hjá Randers og svo öfugt. Allt yngri flokka starf hjá Nordsjælland er til fyrirmyndar og allir ferlar í klúbbnum eru mjög fastskorðaðir. Randers er meira svona klúbbur eins og við þekkjum þar sem fókusinn er að vera meðal þeirra bestu en ekki á sama hátt og uppeldisklúbbur," sagði Ólafur. „Það verður spennandi að koma í það umhverfi en vera ekki endalaust að sjá á eftir þeim bestu fara áður en þeir ná að blómstra," sagði Ólafur. Ólafur tekur til starfa hjá Randers 20. júní í sumar en hann segir að starfið breyti ekki áformum hans að vera í teyminu sem leikgreinir andstæðinga Íslands á Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst 10. júní. „Í stað þess að vera riðlakeppnina og svo með þegar liðið fer upp úr riðlinum þá verð ég fram yfir leikinn á móti Ungverjum og fer þá til Danmerkur. Allt annað helst," sagði Ólafur. „Það er alltaf áskorun að taka við liði eins og Randers. Það er svo skemmtilegt þegar þú kemur á nýjan stað þá þarftu að sanna þig. Það er mitt verkefni núna að sýna fram á það að ég geti flutt þetta lið. Það gerir þú bara á einn hátt og það er með verkum þínum. Það er ekki nóg að taka heldur þarf að láta verkin tala," sagði Ólafur. Það er hægt að sjá allt viðtali við Ólaf í spilaranum hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Leikur tvö í Garðabænum Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn
Leik lokið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn