Fleiri leikmenn á EM spila í Liechtenstein en í Pepsi-deildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2016 10:00 Kári Árnason spilaði nokkur tímabil í úrvalsdeildinni á Íslandi en Kolbeinn Sigþórsson hefur aldrei spilað þar. Hér sjást þeir koma út úr flugvélinni í Frakklandi í gær. Vísir/EPA Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira
Pepsi-deild karla á engan leikmann á Evrópumótinu í knattspyrnu í Frakklandi þrátt fyrir að þar verði 23 íslenskir leikmenn að spila undir merkjum íslenska landsliðsins í fótbolta. Allir 23 leikmenn íslenska hópsins spila nefnilega með liðum utan Íslands og er Ísland aðeins eitt af þremur landsliðum í Evrópukeppninni sem er ekki með leikmann innanborðs sem spilar í heimalandinu. Flestir íslensku leikmannanna spila á Norðurlöndunum eða 12 af 23 mönnum þar af eru sjö hjá sænskum liðum. Leikmenn íslenska liðsins dreifast samt vel um Evrópu enda spila þeir alls í ellefu löndum. Hinar tvær þjóðirnar auk Íslands sem ekki eru með leikmenn frá liði í heimalandinu eru Írland og Norður-Írland. Allir Írarnir nema einn spila í ensku deildunum en sá eini sem sker sig úr er Robbie Keane sem spilar með LA Galaxy í Bandaríkjunum. Það er aðeins meiri fjölbreytni hjá Norður-Írunum þó að 18 af 23 mönnum spili í Englandi. Fjórir leikmenn liðsins spila í Skotlandi og einn í Ástralíu. Ensk lið eiga langflesta leikmenn eða alls 134 en 65 spila með þýskum liðum. Í þriðja sætinu eru síðan ítölsk lið sem eiga 56 leikmenn. Meðal landa sem eiga fleiri leikmenn en íslenska Pepsi-deildin eru Aserbaídsjan, Kanada, Kína, Kasakstan, Sádí-Arabía og Liechtenstein. Eini leikmaður sem spilar með liði frá Liechtenstein er Albaninn Armando Sadiku sem spilar með Vaduz.Hér fyrir neðan má sjá í hvaða löndum leikmennirnir á EM spila. 134 - England (1 íslenskur) 65 - Þýskaland (2 íslenskir) 56 - Ítalía (2 íslenskir) 36 - Tyrkland 35 - Spánn 32 - Rússland (1 íslenskur) 22 - Frakkland (1 íslenskur) 21 - Úkraína 15 - Pólland 15 - Sviss (1 íslenskur) 13 - Tékkland 13 - Ungverjaland 10 - Króatía 10 - Portúgal 10 - Svíþjóð (7 íslenskir) 9 - Rúmenía 6 - Danmörk (2 íslenskir) 6 - Skotland 5 - Belgía (1 íslenskur) 5 - Grikkland 5 - Wales (2 íslenskir) 4 - Slóvakía 3 - Búlgaría 3 - Noregur (allir íslenskir) 3 - Katar 2 - Albanía 2 - Austurríki 2 - Holland 2 - Bandaríkin 1 - Ástralía 1 - Aserbaídsjan 1 - Kanada 1 - Kína 1 - Ísrael 1 - Kasakstan 1 - Liechtenstein 1 - Mexíkó 1 - Sádí-Arabía ---- 0 - Ísland 0 - Norður-Írland 0 - Írland
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Ajax riftir samningi Jordans Henderson Fótbolti Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Fleiri fréttir Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Sjá meira