Skemmtilega staðreyndin frá BBC sem sýnir afrek íslenska liðsins í réttu ljósi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. júní 2016 13:45 Íslensku strákarnir fagna hér marki Eiðs Smara Guðjohnsen í gærkvöldi. Vísir/AFP Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Ísland skrifar sögu fótboltans í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Frakklandi því þetta verður í fyrsta sinn sem 330 þúsund manna þjóð spilar leik á stórmóti karla í fótbolta. Íslenska liðið mætir Portúgal eftir eina viku en síðan taka við leikir við Ungverjaland og Austurríki. BBC fjallar ítarlega um Evrópukeppnina í fótbolta og í nýrri samantekt á heimasíðu BBC taka þeir til eina skemmtilega staðreynd um allar 24 þjóðirnar sem keppa í úrslitakeppni Evrópumótsins í sumar. Það þarf kannski ekki að koma mörgum á óvart að staðreyndin um íslenska landsliðið snýr að því að aðeins rúmlega 330 þúsund manna þjóð stendur að baki íslenska landsliðinu. Staðreyndin um Ísland er síðan sett fram með greinagóðri mynd þar sem íbúafjöldi Íslands er settur í samhengi við fólksfjölda hinna þátttökuþjóðanna. Það er óhætt að segja að þessi grafíska mynd (hér fyrir neðan) sýnir enn frekar hversu mikið afrek það var hjá íslenska landsliðinu að komast inn á EM í Frakklandi. Ísland nær nefnilega bara rétt með táneglurnar þar sem Rússar hafa allan skrokkinn sinn. 142 milljónir íbúa standa að baki rússneska landsliðinu og er Ísland aðeins með 0,2 prósent fólksfjöldans í Rússlandi. Ísland er í 174. sæti yfir fjölmennustu þjóðir heimsins en Rússarnir eru í 9. sæti. Liðin sem eru með Íslandi í riðli eru langt á undan okkur. Portúgal er í 86. sæti með yfir 10,3 milljónir íbúa, Ungverjar eru í 91. sæti með 9,8 milljónir íbúa og Austurríki er í 95. sæti með 8,7 milljónir íbúa. Staðreyndirnar um hinar þrjár þjóðirnar í íslenska riðlinum snúa að allt öðru.Staðreyndin um Portúgal er að sjálfsögðu um Cristiano Ronaldo sem getur orðið fyrsti leikmaðurinn til að skora í fjórum Evrópukeppnum og þá er hann þremur mörkum frá því að jafna markamet Michel Platini sem er 9 mörk í úrslitakeppni EM. Staðreyndin um Austurríki snýr að því að austurríska landsliðið var í 105. sæti eftir eina Evrópumótið sitt árið 2008 en komust alla leið upp í 10. Sæti í undankeppninni fyrir þetta Evrópumót.Gabor Kiraly, markvörður Ungverja, gæti orðið fyrsti leikmaðurinn yfir fertugt til að spila í úrslitakeppni EM og bæta þar með met Þjóðverjans Lothar Matthaus sem var 39 ára og 91 daga þegar hann spilað á EM 2000. Það er hægt að skoða staðreyndir BBC um allar 24 þjóðirnar með því að smella hér.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira