Körfubolti

Varamennirnir drógu Golden State að landi | Myndbönd

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Draymond Green og Shaun Livingston áttu báðir góðan leik.
Draymond Green og Shaun Livingston áttu báðir góðan leik. vísir/afp
Golden State Warriors tók forystuna í úrslitaeinvígi NBA-deildarinnar með 104-89 sigri á Cleveland Cavaliers í fyrsta leik liðanna í Oakland í nótt.

Stephen Curry og Klay Thompson, sem voru magnaðir í síðustu tveimur leikjunum í einvíginu gegn Oklahoma, voru kaldir í nótt og skoruðu aðeins 20 stig samtals.

Golden State fékk hins vegar frábært framlag frá bekknum í leiknum. Shaun Livingston fór þar fremstur í flokki en hann gerði 20 stig. Andre Igoudala skoraði 12 stig, tók sjö fráköst og gaf sex stoðsendingar og Leondro Barbosa skoraði 11 stig á jafnmörgum mínútum.

Bekkurinn hjá Golden State skilaði alls 45 stigum, á móti aðeins 10 hjá Cleveland.

Kyrie Irving var stigahæstur í liði gestanna með 26 stig. LeBron James var einni stoðsendingu frá því að ná þrennu en hann endaði með 23 stig, 12 fráköst og níu stoðsendingar.

Livingston og félagar komu með flott framlag af bekknum Flottustu tilþrif leiksins
NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×