Chicharito sár út í Manchester United og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 17:45 Javier Hernandez fagnar marki í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira
Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Sjá meira