Við bara blómstrum öll Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. júní 2016 10:00 "Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta,“ segir Hansína. Vísir/Anton „Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016. Garðyrkja Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
„Nú ætla ég að gera allt brjálað í Vesturbænum,“ segir Hansína Jóhannesdóttir hlæjandi þegar hún er spurð út í blómamarkaðinn sem hún ætlar að halda í Blómagalleríi á Hagamel 67 í dag og næstu daga. Það gerir hún í tilefni 25 ára afmælis verslunarinnar og kveðst verða með góð tilboð. Nefnir sem dæmi fimm liljur á 1.991 af því búðin var opnuð 1991 og tíu afskornar bóndarósir á verði fjögurra. Hansína stofnaði Blómagallerí með systur sinni, Jórunni. Segir það ekki sjálfgefið að geta rekið blómabúð í 25 ár á sömu kennitölu og rifjar upp hvernig ævintýrið byrjaði. „Ég hafði unnið við blóm frá því ég var unglingur, fyrst í Blómavali í mörg ár og svo heildversluninni Brumi við innflutning fyrir búðirnar. Mig langaði að opna blómabúð en fann ekki hreiður fyrir hana fyrr en 1991. Þá gekk ég með fjórða barnið og var að labba í bakaríið á Hagamel 67 þegar ég sá laust húsnæði þar sem áður var veitingastaður. Hringdi í systur mína sem var á tímamótum líka og spurði hvort hún vildi ekki slá til og opna með mér blómabúð, hún kæmi með peningana og ég vitið! Fjórum vikum seinna vorum við búnar að opna. Jórunn var með mér í tíu ár og svo er hér frábært starfsfólk sem kann sitt fag, ein kona er búin að vera í 20 ár og önnur í 15. Það er það sem skiptir máli og svo auðvitað viðskiptavinirnir. Fyrirsögn þessa viðtals ætti að vera „Takk, takk, kæru viðskiptavinir,“ því án þeirra værum við ekki til.“ Blóm hafa sem sagt skipað stóran sess í lífi Hansínu en hún segir vissulega hafa komið erfiða tíma í rekstrinum. „Það hafa verið umbrotatímar. Þegar við byrjuðum voru sex blómaverslanir í kringum okkur, nú erum við bara tvö eftir, ég og Þórir vinur minn á horninu á Birkimel og Hringbraut. Blóm eru komin í matvörubúðir og bensínstöðvar en fagmennskan er í blómabúðunum og það kann fólk að meta. Þetta er ekkert dútl, mikill burður og oft gróf vinna en skemmtileg og alltaf fylgja miklar tilfinningar blómum, bæði gleði og sorg. Í öllum tilfellum tengjast blómin þó vellíðan, hvert sem tilefnið er. Svo þarf að hugsa um þau eins og hverja aðra einstaklinga og sýna þeim umhyggju. Þau eru lifandi.“ Hansína segir tískusveiflur í blómum eins og öðru. „Við erum með pottablóm en þau voru gerð útlæg á heimilum á tímabili þegar silkiblóm og önnur gerviblóm þóttu smart. Nú vill fólk aftur hafa lifandi plöntur í kringum sig sem næra og fegra umhverfið. Það er plöntutíska og ég held að jukkurnar séu að koma aftur. Fyrir 30 árum seldust þær í bílförmum.“ Sem sagt, það er Amsterdamstemning á Hagamelnum fram á sunnudag og afmælisverð í gangi, að sögn Hansínu. „Við bara blómstrum öll saman þessa daga,“ segir hún glaðlega. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. júní 2016.
Garðyrkja Mest lesið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Lífið Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Lífið Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira