Emil: Ef þið viljið klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. júní 2016 19:07 Emil Hallfreðsson og Kári Árnason eftir leikinn. Vísir/Getty Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Emil Hallfreðsson kom inná sem varamaður fyrir Aron Einar Gunnarsson og sofnaði á verðinum þegar Ungverjum tókst að jafna metin í lokin. Hann var svekktur í leikslok og allir okkar strákar. Ísland var yfir í fimmtíu mínútur í leiknum en Ungverjum tókst að jafna metin á 89. mínútu þegar Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Emil missti af sínum manni í aðdragandanum. „Þetta gerðist hratt en minn maður slapp inn fyrir mig og ég bjóst ekki alveg við sendingunni," sagði Emil Hallfreðsson eftir leikinn en hann vildi þó ekki alveg taka það á sig. „Það eru margir þættir sem koma að marki og ekki bara einstaklingsmistök. Þeir voru búnir að liggja mikið á okkur allan seinni hálfleikinn. Ef þið vilji klína þessu marki á mig þá get ég alveg tekið það á mig," sagði Emil.Sænskir sjónvarpsmenn greindu jöfnunarmark Ungverja þar sem Emil gleymdi sér.Skjáskot af SVT„Þetta var grautfúlt ef ég segi alveg eins og er. Það er stutt á milli í boltanum, það er stutt í kúkinn og það er stutt í kúkinn," sagði Emil. „Það gekk svolítið illa allan leikinn að halda boltanum og þá sérstaklega í seinni hálfleiknum eftir að við vorum búnir að skora markið. Þá gekk það extra illa enda við meira í því að sparka boltanum fram þar sem ekkert var í gangi," sagði Emil. „Á stórmóti eins og EM þá er það erfitt að ætla að verjast í 60 mínútur og halda markinu hreinu. Það kemur alltaf að því að það koma upp mistök og þeir geta sett mark. Það getur alltaf gerst," sagði Emil. „Það var mjög gaman að koma inná en þetta er samt bara fótboltaleikur.Það var ótrúlega góð stemmning og gaman að koma inn. Í endann var síðan grautfúlt að fá þetta mark á okkur. Ég er frekar svekktur eftir það," sagði Emil. Íslenska liðið er komið með tvö stig en það lítur út fyrir það að ekkert nema sigur í lokaleiknum komi liðinu áfram í sextán liða úrslitin.Markið má sjá að neðan en myndbandið er aðeins aðgengilegt á Íslandi.Jöfnunarmark Ungverja. 1-1 #EMÍsland https://t.co/xDYd7eXvcV— Síminn (@siminn) June 18, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04 Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00 Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14 Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52 Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06 Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30 Mest lesið Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Fannst látinn í hótelherbergi sínu Sport Hélt áfram að keppa þótt að kærastan lægi meðvitundarlaus í gólfinu Sport EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Formúla 1 „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Fótbolti Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Sport „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fótbolti Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning Fótbolti Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur Sport Fleiri fréttir Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Svona var blaðamannafundurinn fyrir leikinn gegn Noregi Sláandi tölfræði Sveindísar: Eitt skot á markið á 419 mínútum á EM „Að hlusta á ræður hjá henni gefur mér enn gæsahúð“ Landsliðskona tryggir sér 993 milljóna skósamning „Áður en ég yfirgef þennan heim vil ég stjórna Íslandi” Fagnaði ekki mörkunum tveimur gegn uppeldisfélaginu Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Pedro skaut Chelsea í úrslitin Uppgjörið: Egnatia - Breiðablik 1-0 | Grátlegt tap í Albaníu Fyrrum leikmaður United til liðs við Arsenal Óska eftir að að fyrsta leik deildarinnar verði frestað Sögðu Betu að drulla sér frá Belgíu: „Nýtt fyrir mér“ Svíþjóð örugglega áfram í átta liða úrslit Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna EM í dag: Nótt á spítala, hræddir blaðamenn og nammi frá Betu FIFA opnar skrifstofu í Trump turni Sjá meira
Ragnar: Mjög þungt andrúmsloft í klefanum Ragnar Sigurðsson, besti leikmaður Íslands í jafnteflinu gegn Ungverjalandi, var sár og svekktur með niðurstöðuna í leikslok þegar hann ræddi við blaðamenn. 18. júní 2016 19:04
Heimir: Enn eina ósigraða liðið í sögu EM Landsliðsþjálfarinn Heimir Hallgrímsson sagði að ekkert þýddi annað en að vera upplitsdjarfur fyrir framhaldið í keppninni. 18. júní 2016 19:00
Gylfi: Við vorum eiginlega með þrjú stig í hendi okkar Gylfi Þór Sigurðsson kom Íslandi í 1-0 á móti Ungverjalandi og það munaði ekki miklu að markið hans hefði dugað til sigurs. Gylfi var því svekktur eftir leikinn. 18. júní 2016 18:14
Heimir: Aron Einar fékk högg og stífnaði upp Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði Íslands, stífnaði upp í leiknum gegn Ungverjum í dag og var það ástæðan fyrir því að Aron fór af velli á 66. mínútu í jafnteflinu í dag. 18. júní 2016 18:52
Birkir Már um sjálfsmarkið: Hitti boltann ekki nógu vel Birkir Már Sævarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar Ísland og Ungverjaland mættust í Marseille í F-riðli á EM 2016 í dag. 18. júní 2016 19:06
Þjálfari Ungverjalands: Strákarnir mínir áttu þetta skilið Þjálfari Ungverjalands segir að hans menn hafi ekki verið nógu sterkir á sóknarþriðjungi sínum gegn Íslandi. 18. júní 2016 18:30