Blaðamaður BBC lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2016 15:48 Það er ekki ofsögum sagt að jafntefli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við það portúgalska á Evrópumótinu í gær hafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og almennings erlendis. Það er þó ekki aðeins frammistaða strákanna sem fangað hefur athyglina heldur einnig frammistaða íslensku stuðningsmannanna sem fjölmenntu á leikinn en 8000 Íslendingar voru mættir til St. Etienne í gær til að styðja við bakið á landsliðinu. Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins: “The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.” Þetta gæti útlagst svona á íslensku: „Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“ Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.That Iceland viking chant is still terrifying when there's only 50 of them. https://t.co/c3CHpMU5Yz— Tommy de la touche (@john_neptune) June 15, 2016 Things I have learnt today: Iceland fans are terrifying! Great synchronise fan cheers and noise but if I was a POR fan I'd be pooing myself— Martha Ashby (@miashby) June 14, 2016 That chant from Iceland is terrifying and amazing.— Markus (@MarkusSafc) June 14, 2016 EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45 Sjáðu íslenska stuðningsmenn syngja þjóðsönginn í St. Etienne #Gæsahúð 14. júní 2016 19:54 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Það er ekki ofsögum sagt að jafntefli íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu við það portúgalska á Evrópumótinu í gær hafi vakið mikla athygli erlendra fjölmiðla og almennings erlendis. Það er þó ekki aðeins frammistaða strákanna sem fangað hefur athyglina heldur einnig frammistaða íslensku stuðningsmannanna sem fjölmenntu á leikinn en 8000 Íslendingar voru mættir til St. Etienne í gær til að styðja við bakið á landsliðinu. Þannig var blaðamaður Breska ríkisútvarpsins, BBC, lafhræddur við stríðssöng íslensku stuðningsmannanna ef marka má textalýsingu á vef BBC. Söngurinn sem um ræðir er þar sem klappað er í takt við tvo trommuslög, og má sjá í spilaranum hér að ofan, en um þetta sagði blaðamaðurinn í textalýsingu á 65. mínútu leiksins: “The Iceland fans have found their voice with a menacing, synchronised chant. Scary stuff.” Þetta gæti útlagst svona á íslensku: „Íslensku stuðningsmennirnir hafa fundið sína rödd með ógnvænlegum samhæfðum söng. Ógnvekjandi dót.“ Þá er einnig fjallað um íslensku stuðningsmennina á vefsíðu Independent þar sem vitnað er í umræður á samfélagsmiðlum um söngvana. Þar sagði einn þá meðal annars jafn ógnvekjandi og heill her af víkingum en sjá má nokkur tíst hér að neðan auk hópsöngs stuðningsmannanna þegar þeir tóku lagið „Ég er kominn heim“ á vellinum.That Iceland viking chant is still terrifying when there's only 50 of them. https://t.co/c3CHpMU5Yz— Tommy de la touche (@john_neptune) June 15, 2016 Things I have learnt today: Iceland fans are terrifying! Great synchronise fan cheers and noise but if I was a POR fan I'd be pooing myself— Martha Ashby (@miashby) June 14, 2016 That chant from Iceland is terrifying and amazing.— Markus (@MarkusSafc) June 14, 2016
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45 Sjáðu íslenska stuðningsmenn syngja þjóðsönginn í St. Etienne #Gæsahúð 14. júní 2016 19:54 Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Fleiri fréttir Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Sjá meira
Íslendingar fengu portúgalska bakara til að styðja Ísland | Myndband Réðust inn í hóp portúgalskra stuðningsmanna og sneru þeim yfir á Íslandsvanginn í smá stund. 14. júní 2016 13:45