Heimir: Kom enginn hingað til að taka í höndina á Ronaldo Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. júní 2016 11:16 Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365). EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Viðbrögð Cristiano Ronaldo eftir jafntefli Íslands og Portúgals í gær hafa vakið sterk viðbrögð um allan heims, eins og ítrekað hefur verið fjallað um. Ronaldo tók ekki í hendur leikmanna íslenska liðsins eftir leik og lét svo hafa eftir sér að fögnuður íslensku leikmannanna lýstu lélegu hugarfari og að Ísland myndi ekkert gera á mótinu. Sjá einnig: Ronaldo fær það óþvegið frá heimsbyggðinni eftir ummæli sín um litla Ísland „Það kemur okkur í raun okkur ekki við. Það var enginn af okkur að koma hingað til að fá að heilsa Ronaldo. Okkur er alveg sama þó svo að hann hafi ekki viljað taka í höndina á neinum,“ sagði Heimir Hallgrímsson, annar landsliðsþjálfara Íslands, við Vísi í dag rétt áður en Ísland hóf æfingu í Annecy.„Hvað hann segir eftir leik verður hann bara að svara fyrir en maður skilur hann svo sem alveg. Það er miklu meiri pressa á besta leikmanni heims að standa sig og gera eitthvað. Það var búið að gera mikið úr því fyrir leik að hann gæti slegið met í þessum leik en sem betur fer gerði hann það ekki.“ Sjá einnig: Portúgalskur sjónvarpsmaður: Framar öllu að við sýnum andstæðingum virðingu „Það hlýtur að vera svekkjandi fyrir hann að hafa ekki náð að sýna betri leik en hann gerði í gær. Ég skil hann því vel að hann hafi ekki verið glaður í gær.“ Knattspyrnusamband Evrópu er umhugað um gildi líkt og virðingu en Heimir vill ekki segja hvort að þetta hafi verið taktlaust í því samhengi. „Eins og ég segi, ég var bara ekkert að spá í því. Ég ætla heldur ekkert að vera að spá í því. Hann má haga sér eins og hann vill. Það er bara hans mál.“Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur áFacebook,Twitterog Snapchat (sport365).
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15 EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Enski boltinn Fleiri fréttir Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Sjá meira
Piers Morgan segir Ronaldo að halda kjafti Hrokinn hjá Cristiano Ronaldo í garð íslenska liðsins í gær hefur farið í taugarnar á fólki út um allan heim. 15. júní 2016 10:15
EM í dag: Með 1-1 á heilanum í fimm mánuði Okkar menn gerðu upp jafnteflið sögulega á meðan vallarstarfsmenn í Saint-Étienne gerðu að grasinu. 15. júní 2016 09:00