Ég geri allt nema tónlist Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 15. júní 2016 10:00 Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona hlaut Grímuverðlaun fyrr í vikunni fyrir frumraun sína í búningahönnun fyrir leikverkið Njálu. Vís/Eyþór „Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist. Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
„Ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands vorið 2013 og sá það strax að mig vantaði vinnustofu, það var þá sem ég stofnaði Algera Studio, vinnustofu fyrir listamenn, residensíu og sýningarrými. Með Algera hef ég staðið fyrir mörgum viðburðum og sýningum bæði hér heima og erlendis, meðal annars á Sequences Art Festival, Menningarnótt, Hávaða, Lunga og List án landamæra,“ segir Sunneva Ása Weisshappel myndlistarkona en hún hlaut Grímuverðlaun fyrr í þessari viku fyrir búningahönnun fyrir leikverkið Njálu í leikstjórn Þorleifs Arnar Arnarssonar.Brynhildur Guðjónsdóttir sem Njáll í verkinu Njála.Mynd/SunnevaEn hvernig kom það til að myndlistarkona var fengin til þess að hanna búninga í leikhúsi? „Þorleifur Örn hringdi bara í mig. Hann spurði hvort ég hefði áhuga á að gera búninga fyrir Njálu, við ákváðum að hittast á fundi á Keflavíkurflugvelli þar sem ég var að fara til Lettlands að vinna og hann á leiðinni til Þýskalands. Eftir fundinn réð hann mig á staðnum. Fyrsta mánuðinn var ég að setja upp sýningu í Marseille svo við tókum Skype-fundi í hverju hádegi. Það sem var svo frábært við Njálu var að allir fengu að koma með hugmyndir, við vorum öll að vinna saman og það var algjört traust og frelsi í sköpuninni,“ segir hún.Njála hlaut tíu Grímuverðlaun.Mynd/SunnevaÞað er óhætt að segja að Sunneva Ása hafi heldur betur stokkið í djúpu laugina, en Njála er frumraun hennar í búningahönnun í leikhúsi. Nú bjóðast henni mörg verkefni hér heima og erlendis. „Það er frábært að vinna með Þorleifi, hann gefur mér mikið traust til þess að skapa. Næstu tvö árin mun ég vinna með honum. Við erum að frumsýna í Oslo National Theatre 8. september verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins, í leikgerð Mikaels Torfasonar og Þorleifs Arnar Arnarssonar. Í beinu framhaldi munum við Þorleifur setja upp Othello í Dresden í Þýskalandi, þar næst er það uppsetning á Hamlet í Hannover og Óperan Siegfried eftir Wagner í Karlsuhe,“ segir Sunneva Ása. Hún kemur til með að vinna bæði sem búningahönnuður og kóreógrafer, en hún stundaði dansnám frá þriggja ára aldri.Búningur fyrir verkið Villiöndina og Fjandmenn fólksins.Mynd/Sunneva.„Ég hef mikið pælt í því hvaðan listsköpun kemur, en mér finnst hún öll koma frá nákvæmlega sama kjarnanum, sama hvort þú ert að koma fram, leika eða búa til búninga. Ég sæki bara einhverja tilfinningu í magann, ég get ekki þrýst einhverju fram og ég get ekki búið það til, ég þarf að bíða eftir að það komi til mín. Mér finnst það ekki skipta máli í hvaða formi listin birtist, þetta er allt sami hluturinn,“ segir Sunneva Ása og bætir við að það eina sem hún hefur ekki lagt fyrir sig hvað varðar listsköpun er tónlist.
Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Ástfangin á ný Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira