Lífið

Íslendingar að farast úr spennu: „Óvinnufær fyrir leikinn í kvöld!“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ari Eldjárn er mættur til Frakklands og er fyndinn eins og alltaf.
Ari Eldjárn er mættur til Frakklands og er fyndinn eins og alltaf. Mynd af Facebook-síðu Ara
Íslendingar á fróni sem Frakklandi eru að missa sig úr spennu yfir landsleik Íslands og Portúgal á Evrópumótinu í knattspyrnu í Saint-Étienne í kvöld. Samfélagsmiðlar eru stútfullir af myndum og hnyttnum athugasemdum þar sem stuðningsmenn eru greinilega með hugann við leikinn.

Margir eru klæddir bláu frá toppi til táar, aðrir að hjálpa dönskum knattspyrnusérfræðingum að finna út úr líklegu byrjunarliði Íslands, Ari Eldjárn lendir við hliðina á Portúgala í lestinni og aðrir kalla eftir að svona leikdagar eigi að vera frídagar - þeir séu hvort eð er óvinnufærir.

Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19 að íslenskum tíma, 21 að staðartíma, og verður í beinni textalýsingu á Vísi. Stuðningsmannasvæði í fimmtán mínútna göngufæri við leikvanginn verður opnað klukkan 15.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×