Ítalirnir fara vel af stað á Evrópumótinu | Sjáðu mörk Ítala Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. júní 2016 11:24 Emanuele Giaccherini fagnar marki sínu. Vísir/Getty Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016 EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira
Ítalir byrjuðu Evrópumótið í kvöld á klassískum ítölskum sigri þegar þeir unnu 2-0 sigur á Belgum. Stórskotalið Belga fann fáar leiðir í gegnum skipulagða ítalska vörn og engar leiðir framhjá hinum 38 ára gamla Gianluigi Buffon í ítalska markinu. Emanuele Giaccherini skoraði fyrsta mark leiksins í fyrri hálfleiknum eftir að einn allra besti leikmaður vallarins, varnarmaðurinn Leonardo Bonucci, átti gullsendingu fram völlinn. Graziano Pelle innsiglaði síðan sigurinn í uppbótartíma leiksins eftir skyndisókn. Miklar væntingarnar voru gerðar til belgíska liðsins fyrir mótið en þeim mun minna búist við að þetta ítalska lið væri að fara langt í keppninni. Skoðun þeirra sömu er líkleg til að taka breytingum eftir þenna sigur Ítala í Lyon í kvöld. Ítalir áttu frábæran fyrri hálfleik og hefðu auðveldlega geta verið 3-0 yfir í hálfleiknum. Þeir skoruðu hinsvegar bara eitt mark í hálfleiknum. Skipulagið og varnarleikurinn var til mikillar fyrirmyndar og Belgarnir virkuðu hálfráðleysislegir á móti ítalska liðinu. Eina markið í fyrri hálfleiknum skoraði Emanuele Giaccherini eftir að hafa tekið lagleg við langri sendingu frá varnarmanninum Leonardo Bonucci. Það var í raun ótrúlegt að Graziano Pelle tókst ekki að skora í uppbótartíma hálfleikins en hann hitti ekki markið. Leikurinn opnaðist mun meira í seinni hálfleiknum og Belgarnir fóru að sýna mun meira eftir hálfleiksræðu Marc Wilmots. Belgar fengu frábært færi á 55. mínútu leiksins þegar Romelu Lukaku slapp í gegn eftir sendingu frá Kevin de Bruyne en Lukaku lyfti boltanum bæði yfir Gianluigi Buffon og yfir markið. Graziano Pelle átti ágætan skalla skömmu síðar en Thibaut Courtois varði vel í belgíska markinu. Belgarnir juku pressuna eftir því sem leið á seinni hálfleikinn og Liverpool-maðurinn Divock Origi fékk fínasta skallafæri á 82. mínútu. Ítalir fengu líka sínar skyndisóknir og úr einni þeirri innsiglaði Graziano Pelle sigurinn í uppbótartíma leiksins.Ítalir komast í 1-0 'Þetta þarf ekkert að vera flókið“ -Valtýr Björn.#ITA 1 #BEL 0#EMÍsland pic.twitter.com/IQ9FvQiOYl— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Bæði lið með færi á sömu mínútunni. 2 DAUÐAFÆRI í röð. Fyrst Lukaku og svo Pellé. Enn 1-0#ITA #BEL #EMÍsland pic.twitter.com/MGwXYxqJI5— Síminn (@siminn) June 13, 2016 Graziano Pelle innsiglar sigurinn í uppbótartíma Þetta kallast að gulltryggja. Pellé HAMRAR boltanum inn á 92. mínútu. 2-0#EMÍsland #ITA #BEL pic.twitter.com/Fky0YVEWdc— Síminn (@siminn) June 13, 2016
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Stólarnir fastir í München Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Semenya hættir baráttu sinni Sport „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Enski boltinn „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Fótbolti Fleiri fréttir Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins „FIFA getur ekki leyst pólitísk vandamál heimsins“ Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Sjá meira