Blaðamaður Moggans um EM-umfjöllun Símans: „Þetta er bara lélegt“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. júní 2016 11:13 „Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira
„Um að gera að reyna að sinna öllum en þú getur ekki sinnt öllum og í grunninn er þetta fótboltamót, þetta eru ekki mannlífsrannsóknir,“ sagði Benedikt Bóas Hinriksson, blaðamaður Morgunblaðsins, í fjölmiðlarýni sinni í Brennslunni á FM957 í morgun um umfjöllun Símans um Evrópumótið í knattspyrnu. Benedikt Bóas sagði að það hafi uppgötvast um helgina að vinnustaðurinn hans, Morgunblaðið, gleymdi að kaupa áskrift að mótinu hjá Símanum og því horfðu þeir Morgunblaðsmenn á útsendingu breska ríkissjónvarpsins BBC af mótinu.„Vantar nördaþáttinn“ „Þá fékk ég allt í einu annað sjónarhorn á þetta, hvernig þetta hefði byrjað og mig vantar nördaþáttinn. Mig vantar taktíkina,“ sagði Benedikt sem sagðist hafa horft á Sumarmessuna á Stöð 2 Sport þar sem Arnar Grétarsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks, fór yfir hvers vegna menn stóðu rangt í aukaspyrnum og annað sem fylgir leiknum. Hann er ekki hrifinn af umfjöllun um Evrópumótið í innslaginu EM á 30 mínútum þar sem til að mynda var rætt við landsliðsmarkvörð karlalandsliðsins Hannes Halldórsson um myndirnar hans á Instagram og svo sýndar glefsur úr leikjum dagsins þar sem engu var bætt við það sem áður hafði komið fram.„Ekki vandað“ „Það sem vantar í EM á 30 mínútum er að þau sleppa svo auðveldlega. Þau fara „the easy way out“,“ sagði Benedikt Bóas. „Þetta er ekki vandað og þetta er bara lélegt.“ Þá var hann spurður út í þá ákvörðun að hafa meðlýsanda með Guðmundi Benediktssyni í opnunarleik Evrópumótsins, en sá var Pétur Marteinsson.„Pétur Marteinsson var ein stór hörmung“ „Gummi Ben er í sérklassa þegar kemur að því að lýsa og Pétur Marteinsson var ein stór hörmung. Um það verður ekki deilt. Það var svo augljóst að þeir voru ekki búnir að æfa sig,“ sagði Benedikt Bóas og sagði augljóst að þeir hefðu ekki verið búnir að koma upp merkjum sín á milli hvenær Pétur Marteinsson ætti að koma inn í lýsinguna. „Það er búið að kosta miklu til og þá þýðir ekki bara að segja: „Vá, ég er hipster og ég er með mottu og ég á Kaffi Vest“ og þá bara allir elska mig. En það er ekki þannig,“ sagði Benedikt Bóas. Í leik Englands og Rússland var Gísli Marteinn Baldursson með í lýsingunni. „Ég var einmitt að hugsa þegar það kom, ég fæ á tilfinninguna eins og þeir hafi hist hipsterarnir með buxurnar upp, vel girtir og hjálmlausir á borgarhjólum og sagt: „Svo er EM og við vinirnir ætlum að tækla þetta.“ Heyra má þessar hugleiðingar Benedikts Bóasar hér fyrir ofan.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Getur alls ekki verið einn Lífið „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Lífið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Lífið Smjörsteikt bleikja, smjörkennt hvítvín og „alkahólíseraður Texasbúi“ Uppskriftir Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni Lífið Fleiri fréttir Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Getur alls ekki verið einn Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland Teen, Louvre-þjófnaður og hrukkur Myndaveisla: Troðfullur miðbær á kvennafrídegi Borgarfulltrúi bjargaði stolnum barnavagni „Segið að ég sé samkynhneigður en ekki ljúga með hitt“ Notaði ákveðinn mat til að hjálpa í krabbameinsmeðferðinni „Konu“ tónleikar í Hvolnum á Hvolsvelli í kvöld Kim Kardashian greindist með heilagúlp Stjörnurnar þökkuðu Vigdísi Björk deilir „heimi sínum óspilltum“ í nýrri tónleikamynd Óttaðist um líf sitt í Delta-flugi sem nauðlenti á Íslandi Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Sextíu fermetrar og fagurrautt Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Allur tilfinningaskalinn á Ungfrú Ísland Teen Elva fann sjálfa sig aftur Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Komin með nýjan rappara í sigtið Kosning hafin um sjónvarpsefni ársins Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Líf, fjör og einmanaleiki Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Bleikir og hollir molar að hætti Jönu Musk æstur í Reðasafnið Ása og Leo héldu tvöfalda skírnarveislu Tróð matnum upp í sig til að reyna fá andstæðinga sína til að hlæja „Verið ekki að sjúga lítil typpi því þið verðið hrukkóttar“ Sjá meira