Virtu ekki fornan sið um kirkjugrið Kristjana Björg Gunnarsdóttir skrifar 29. júní 2016 07:00 Kristín Þórunn Tómasdóttir sóknarprestur Laugarneskirkju segir kerfið þarfnast endurskoðunar. Fréttablaðið/GVA Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju. Flóttamenn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira
Lögregla flutti tvo hælisleitendur, Majed og Ali Nasir, sem höfðu leitað skjóls í Laugarneskirkju með valdi til Noregs í gærmorgun. „Þetta var erfið stund og lét engan ósnortinn sem tók þátt,“ segir Kristín Þórunn Tómasdóttir, sóknarprestur í Laugarneskirkju. Umsóknir mannanna voru afgreiddar af hálfu Útlendingastofnunar á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar því norsk yfirvöld höfðu þegar móttekið umsóknir þeirra um hæli. Útlendingastofnun sendi frá sér yfirlýsingu og sagði norsk yfirvöld hafa gengist við ábyrgð sinni. Ekkert benti til þess að mennirnir fengju ekki réttláta meðferð í Noregi. Umsækjendurnir kærðu ákvörðun Útlendingastofnunar til kærunefndar útlendingamála sem staðfesti niðurstöðu stofnunarinnar. Úrskurðum kærunefndar var ekki skotið til dómstóla. Skjólið var veitt í Laugarneskirkju með vilyrði biskupsembættisins og gripið til þessa úrræðis í von um að lögregla myndi virða forna siði um kirkjugrið. „Við vitum núna að við stöðvum ekki brottvísanir með þessum hætti,“ segir Kristín. Þrátt fyrir það þurfi að taka kerfið til gagngerrar endurskoðunar. „Stjórnvöld verða að hætta að skýla sér á bak við Dyflinnarreglugerðina í stað þess að veita hverjum einstaklingi efnislega meðferð og þannig sýna honum þá virðingu sem hann á skilið,“ segir Kristín. Stundin birti myndband af brottflutningnum í Laugarneskirkju.
Flóttamenn Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fleiri fréttir „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Sjá meira