Sóknarprestur: Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. júní 2016 20:22 Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.” Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Kirkjan ætti að vera griðastaður flóttamanna þar sem þeir fá aðstoð meðan mál þeirra eru afgreidd af yfirvöldum. Þetta segir sóknarprestur Laugarneskirkju sem lét sig málið varða í nótt. Stundin greindi frá því í morgun og birti myndband af brottvísun og handtöku tveggja hælisleitenda frá Írak en umsókn þeirra um vernd hér á landi hefur ekki verið tekin til efnislegar meðferðar af Útlendingastofnun. Sóknarprestur Laugarneskirkju og prestur innflytjenda á Íslandi opnuðu kirkjuna upp úr klukkan 4 í nótt og mættu þeir ásamt fleirum, í von um að lögregla og útlendingastofnun myndu veita hælisleitendunum grið fyrir brottvísun þeirra til Noregs.En hvernig upplifði Kristín Þóra Tómasdóttir, sóknarprestur aðgerðirnar í nótt? „Hún var mjög ákveðin og harkaleg. Auðvitað er lögreglan bara send til að fullnægja brottvísunarákvörðun en það var mjög sérstök upplifun og snerti alla sem voru viðstaddir að sjá þessa ungu með hreinlega dregna héðan aftan frá altarinu og fram kirkjugólfið og út í lögreglubíl.” Óskráðar og óformlegar reglur um að kirkjan sé griðastaður voru í gildi hér á árum áður og eru enn virtar upp að vissu marki í sumum Evrópuríkjum en svo virðist ekki vera hér á landi. „Við vildum láta á það reyna hvort að með því að láta fórna hugmynd um kirkjugrið ætti enn þá upp á pallborðið hjá lögreglunni. Við satt að segja undirbjuggum þetta í náinni samvinnu við biskup Íslands og hún styður þetta af heilum hug og hefur sjálf lýst yfir áhyggjum af meðferð flóttafólks á Íslandi.”En er þetta eitthvað sem kirkjan mun gera meira af? „Við ætlum að skoða það. Það getum mjög vel verið. Við reynum að sjá þá sem einstaklinga og mæta þeim hverjum og einum út frá þeirra eigin reynslu vegna þess að það er svo auðvelt að senda þá til baka og beita Dyflinnarreglugerðinni þannig og taka þá enga ábyrgð á því sem gæti gert fyrir þá.”
Flóttamenn Tengdar fréttir Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07 Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Innlent Fleiri fréttir Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum Sjá meira
Hælisleitendur dregnir út úr Laugarneskirkju í nótt: „Fólk var mjög slegið og miður sín“ Sóknarprestur segist hafa viljað reyna á hugmyndina um kirkjugrið í máli tveggja ungra íraska manna. 28. júní 2016 11:07