Myndbandið hér að neðan er hins vegar nokkuð einstakt enda er það tekið upp frá varamannabekk íslenska landsliðsins undir leikslok. Gleðin er ósvikin þegar varamenn landsliðsins, þjálfarateymi og starfsmenn hlaupa inn á völlinn og svo í átt til stuðningsmannanna en í myndbandinu sést meðal annars þegar Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari hleypur í fangið á Sigga dúllu búningastjóra landsliðsins og þeir félagar faðmast innilega.
Hannes Þór Halldórsson markvörður íslenska landsliðsins deildi myndbandinu á Facebook-síðu sinni í dag og það má sjá hér að neðan.