Forsíðan er mynd af Kára Árnasyni, miðverði íslenska liðsins, fagna sigri á Englendingum og sæti í átta liða úrslitunum. Ísland vann leikinn 2-1 og mætir Frökkum í átta liða úrslitum keppninnar.
Fyrirsögnin er jú á íslenskum: „Já, við elskum þetta land!" Hún er stjörnumerkt og undir stendur hvað þetta þýðir á norsku.
„Ja vi elskar dette landet" er einnig fyrsta setningin í norska þjóðsöngnum sem Norðmenn virða mjög mikið. Það er því ljóst að Norðmenn meta afrek íslenska liðsins mjög mikið og sýna Íslendingum mikla virðingu á þessari flottu forsíðu.
Árangur íslenska landsliðsins er magnaður og einstakur en það er einnig gaman að sjá hvernig árangur íslensku strákanna er orðinn að risafrétt út um allan heim.
Norðmenn hafa líka gengið langt í að samgleðjast íslenska landsliðinu og líta á okkur sem mikla frændur sína í dag.
Þessa frábæra forsíðu Verdens Gang má sjá hér fyrir neðan.
Takk for lissepasningen, Island. Morgendagens front. pic.twitter.com/cN7fef79Dz
— Ken Andre Ottesen (@BAdesKen) June 27, 2016