Fótbolti

Er þetta tölfræðin sem Lars og Heimir ættu að skoða fyrir kvöldið?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tölfræði: Óskar Ófeigur / Grafík: Garðar
Ísland mætir Englandi í kvöld og afar líklegt verður að teljast að Lars Lagerbäck og Heimir Hallgrímsson muni stóla á sitt venjulega byrjunarlið í leiknum í kvöld.

En Arnór Ingvi Traustason kom inn á sem varamaður og tryggði okkar mönnum sigur á Austurríki í París í síðustu viku.

Arnór Ingvi hefur skorað fjögur mörk í átta landsleikjum sínum, á alls 232 mínútum. Það gerir mark á 58 mínútna fresti.

Hann hefur einnig skorað í báðum leikjunum sínum sem varamaður og Ísland hefur unnið síðustu þrjá leiki sem Arnór Ingvi hefur spilað.

Það er erfitt fyrir þjálfarana að ganga fram hjá þessum staðreyndum um hinn magnaða Arnór Ingva Traustason.

Arnór Ingvi Traustason  

4 mörk í 8 landsleikjum

6 í byrjunarliði

2 sem varamaður

357 mínútur spilaðar

Mark á 89,3 mínútna fresti

7 vináttuleikir, 3 mörk

347 mínútur

1 keppnisleikur, 1 mark

10 mínútur

Ekki missa af neinu sem gerist á EM í Frakklandi. Vísir er með hóp fjölmiðlamanna á mótinu sem færa ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).


Tengdar fréttir

Kraftur úr óvæntri átt

Skiptingar þjálfara íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Austurríki í París á miðvikudagskvöldið gengu fullkomlega upp. Heimir Hallgrímsson segir þá "kúl“ og kraftmikla stráka sem hann sé afar stoltur af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×