EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England? Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 08:00 Aron Einar Gunnarsson á æfingu í Nice í gær. Vísir/Vilhelm Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. En þetta skokk var öðruvísi. Þetta skokk var undirbúningur fyrir leik gegn Englandi á stórmóti. Englandi! Uppáhaldsliði nánast allra Íslendinga á stórmótum. Eftir alla þessa bið að mæta Englandi í mótsleik gerist það loksins í kvöld og það í 16 liða úrslitum á stórmóti. Það var afskaplega sérstakt að vera viðstaddur blaðamannafund enska landsliðsins í gær. Að sitja tveimur metrum frá Wayne Rooney og heyra hann mæra Gylfa Þór Sigurðsson og tala um íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik gegn því á stórmóti var augljóslega mikil upplifun. Enska landsliðið er með svakalegt batterí í kringum allt fjölmiðladæmi, en á meðan KSÍ er með einn Ómar Smárason fylgir hver Ómar Smárasonurinn á fætur öðrum enska liðinu og öll eru þau klædd í blá jakkaföt. Konurnar reyndar í bláar dragtir. Passað er vel upp á það sem þessir ensku drengir segja og þegar þeir mæta í hið svokallaða Mixed Zone eftir leiki þar sem öllum með passa er frjálst að reyna viðtöl, tala aðeins 4-5 leikmenn við fjölmiðlana. Þeir stoppa í svona 7-10 mínútur hjá ensku elítunni, gaurunum sem nördið ég les alla daga og hef haft gaman af að sjá að störfum hér. Svo stoppa þeir í svona fjórar mínútur í mesta lagi hjá blaðamönnum mótherjans. Oftast eru það bara 2-3 spurningar. Við komum hingað til Nice með rútu sem lagði af stað frá höfuðstöðvum í Annecy klukkan fimm í gærnótt. Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðugur og fara að sofa klukkan tvö; ná aðeins tveimur tímum og ganga í svefni út í rútu og halda áfram þar. Það gekk svo sem alveg ágætlega en var verri hugmynd þegar ég komst að því að ég átti að vera í netþættinum EM í dag sem við tökum upp á hverjum degi. Ég var svo tjónaður að ég sá mér ekki annan leik á borði en vera með sólgleraugu og hettu. Ég hef sjaldan verið jafnþreyttur á ævinni. Þetta hefur tekið á en verið mjög skemmtilegt. Í aðdraganda EM var alltaf talað um að allt væri svo óraunverulegt. Ísland á stórmóti og að spila við Portúgal og spila á 62.000 manna völlum fyrir framan heimsbyggðina. Verandi hérna úti varð maður samdauna þessu og fór bara fljótlega að átta sig á að íslenska landsliðið á fyllilega heima hérna. En það er óraunverulegt að vera að undirbúa sig fyrir leik Íslands og Englands á stórmóti. Ég er búinn að fylgjast með Englendingum spila eins og hetjur en gera upp á bak á hverju stórmótinu á fætur öðru og svekkja mig þegar uppáhaldsmennirnir mínir úr ensku úrvalsdeildinni þurfa enn og aftur að fara heim með skottið á milli lappanna. Og því spyr ég: Af hverju fara Englendingar ekki heim núna líka? Getur Ísland ekki unnið England? Af hverju ekki? Jú, jú, enska liðið er með betri leikmenn í stærri liðum og meiri breidd. En það sama má segja um Hollendinga og þeir skoruðu ekki eitt mark gegn Íslandi á 180 mínútum í undankeppninni. Ef strákarnir fara heim í kvöld geta þeir gengið stoltir frá borði en ég held það sé alveg ástæða til þess að minnsta kosti að skoða gistimöguleika í París um næstu helgi. Ég held bara áfram að segja það sem ég er búinn að margendurtaka hérna úti: Þangað til strákarnir bregðast mér skulda ég þeim traust. Og traust mitt fá þeir. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum. En þetta skokk var öðruvísi. Þetta skokk var undirbúningur fyrir leik gegn Englandi á stórmóti. Englandi! Uppáhaldsliði nánast allra Íslendinga á stórmótum. Eftir alla þessa bið að mæta Englandi í mótsleik gerist það loksins í kvöld og það í 16 liða úrslitum á stórmóti. Það var afskaplega sérstakt að vera viðstaddur blaðamannafund enska landsliðsins í gær. Að sitja tveimur metrum frá Wayne Rooney og heyra hann mæra Gylfa Þór Sigurðsson og tala um íslenska landsliðið í fótbolta fyrir leik gegn því á stórmóti var augljóslega mikil upplifun. Enska landsliðið er með svakalegt batterí í kringum allt fjölmiðladæmi, en á meðan KSÍ er með einn Ómar Smárason fylgir hver Ómar Smárasonurinn á fætur öðrum enska liðinu og öll eru þau klædd í blá jakkaföt. Konurnar reyndar í bláar dragtir. Passað er vel upp á það sem þessir ensku drengir segja og þegar þeir mæta í hið svokallaða Mixed Zone eftir leiki þar sem öllum með passa er frjálst að reyna viðtöl, tala aðeins 4-5 leikmenn við fjölmiðlana. Þeir stoppa í svona 7-10 mínútur hjá ensku elítunni, gaurunum sem nördið ég les alla daga og hef haft gaman af að sjá að störfum hér. Svo stoppa þeir í svona fjórar mínútur í mesta lagi hjá blaðamönnum mótherjans. Oftast eru það bara 2-3 spurningar. Við komum hingað til Nice með rútu sem lagði af stað frá höfuðstöðvum í Annecy klukkan fimm í gærnótt. Ég ætlaði að vera ótrúlega sniðugur og fara að sofa klukkan tvö; ná aðeins tveimur tímum og ganga í svefni út í rútu og halda áfram þar. Það gekk svo sem alveg ágætlega en var verri hugmynd þegar ég komst að því að ég átti að vera í netþættinum EM í dag sem við tökum upp á hverjum degi. Ég var svo tjónaður að ég sá mér ekki annan leik á borði en vera með sólgleraugu og hettu. Ég hef sjaldan verið jafnþreyttur á ævinni. Þetta hefur tekið á en verið mjög skemmtilegt. Í aðdraganda EM var alltaf talað um að allt væri svo óraunverulegt. Ísland á stórmóti og að spila við Portúgal og spila á 62.000 manna völlum fyrir framan heimsbyggðina. Verandi hérna úti varð maður samdauna þessu og fór bara fljótlega að átta sig á að íslenska landsliðið á fyllilega heima hérna. En það er óraunverulegt að vera að undirbúa sig fyrir leik Íslands og Englands á stórmóti. Ég er búinn að fylgjast með Englendingum spila eins og hetjur en gera upp á bak á hverju stórmótinu á fætur öðru og svekkja mig þegar uppáhaldsmennirnir mínir úr ensku úrvalsdeildinni þurfa enn og aftur að fara heim með skottið á milli lappanna. Og því spyr ég: Af hverju fara Englendingar ekki heim núna líka? Getur Ísland ekki unnið England? Af hverju ekki? Jú, jú, enska liðið er með betri leikmenn í stærri liðum og meiri breidd. En það sama má segja um Hollendinga og þeir skoruðu ekki eitt mark gegn Íslandi á 180 mínútum í undankeppninni. Ef strákarnir fara heim í kvöld geta þeir gengið stoltir frá borði en ég held það sé alveg ástæða til þess að minnsta kosti að skoða gistimöguleika í París um næstu helgi. Ég held bara áfram að segja það sem ég er búinn að margendurtaka hérna úti: Þangað til strákarnir bregðast mér skulda ég þeim traust. Og traust mitt fá þeir.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir EM dagbók: Sá sænski sýnir klærnar Lars Lagerbäck leynir á sér. 18. júní 2016 06:00 EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00 EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00 EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00 EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00 EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00 EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00 EM dagbók: Þetta gerðist bara í alvörunni! Lífið er svo sannarlega yndislegt. 23. júní 2016 08:48 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Fleiri fréttir Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Sjá meira
EM dagbók: Besta úr báðum heimum Uppskriftin er til staðar hjá íslenska landsliðinu. 26. júní 2016 10:00
EM dagbók: Ekkert meir „we almost beat them“ á Stade de France Leikurinn gegn Portúgal var sá stærsti, svo var það leikurinn gegn Ungverjum og nú er það leikurinn gegn Austurríki. 21. júní 2016 08:00
EM dagbók: Sjáumst á fimmtudag! Starfsfólkið á hóteli okkar fjölmiðlamanna í Annecy er yndislegt. Þetta er fremur lítið hótel sem er þekktara fyrir veitingastaðinn sinn en sjálfa hótelstarfsemina. Stjarna matseðilsins er lasanja "hennar mömmu“ eins og rétturinn er auglýstur. 22. júní 2016 08:00
EM-dagbók: Lengsti og besti dagur lífs míns Tómas Þórðarson fylgir strákunum okkar á Evrópumótinu í fótbolta og deilir upplifun sinni með lesendum Fréttablaðsins og Vísis. 24. júní 2016 08:00
EM dagbók: Rögnvaldur Reginskita og rigning Það er orðið töff að vera stuðningsmaður íslenska karlalandsliðsins í fótbolta. 17. júní 2016 08:00
EM dagbók: Öryggið ekki sett á oddinn Afskaplega fyndinn pitsustaður bjargaði geðheilsu fréttamanna eftir svekkjandi úrslit í Marseille. 20. júní 2016 08:00