Lið framtíðarinnar í vandræðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. júní 2016 07:30 Eric Dier fagnar marki með þeim Dele Alli og Wayne Rooney. Vísir/EPA Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn „No more years of hurt“. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í enska landsliðinu á síðustu árum en það er með einn allra yngsta hópinn á Evrópumótinu og gríðarlega spennandi leikmenn eins og Harry Kane, Dele Alli, Eric Dier, Raheem Sterling og fleiri. Eini gamli jálkurinn sem eftir er heitir Wayne Rooney sem er mættur á sitt sjöunda stórmót. Enska liðið er mjög spennandi en stórmótareynslan er ekki mikil og af því hafa enskir sparkspekingar miklar áhyggjur. „Þetta lið toppar eftir svona 2-3 ár“ sagði einn enskur blaðamaður við Fréttablaðið. Þeir sætta sig við að komast í undanúrslit á mótinu og Hodgson gæti haldið starfinu bara með því að vinna Ísland. Þetta óreynda lið er í vandræðum hvað varðar að komast langt í mótinu. Það datt kannski í lukkupottinn með að mæta Íslandi í 16 liða úrslitunum en fyrst því tókst ekki að vinna riðilinn er það í erfiðari hluta útsláttarkeppninnar og þarf að fara í gegnum bestu lið álfunnar ætli það að vinna mótið. Þar á meðal Ísland. Spilamennska enska liðsins í Frakklandi hefur verið upp og niður. Liðið drottnaði yfir leiknum gegn Rússlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar en tókst að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndunum. Frammistaðan í seinni hálfleik gegn Wales lofaði mjög góðu; ekta ensk barátta með miklum gæðum og endurkomusigur. En svo gerði Hodgson það sem enskir sparkspekingar eru svo óánægðir með. Hann hvíldi fimm byrjunarliðsmenn í lokaleiknum gegn Slóvakíu þar sem liðið þurfti sigur til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Þar fór svolítið stígandin í liðinu en besta lið Englands gæti verið úr takti eftir að hafa ekki spilað saman leik sem skiptir verulegu máli í tíu daga.Wayne Rooney.Vísir/EPA Sá markahæsti í nýju hlutverki Sama hvaða skoðun menn hafa á Wayne Rooney er hann mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins. Hann er fyrirliðinn, markahæsti leikmaður þess frá upphafi og spilar sinn 115. landsleik þegar hann mætir Íslandi. Ellefu landsleikir í viðbót og Rooney verður bæði marka- og landsleikjahæsti leikmaður enska landsliðsins í sögunni en hann skorar í næstum öðrum hvorum leik. Rooney spilar ekki lengur sem fremsti maður heldur sem fremsti miðjumaður líkt og hann hefur verið að gera undanfarna mánuði hjá Manchester United. Þar nýtist yfirsýn hans og sendingargeta auk óbilandi baráttuvilja ágætlega og gerir enska liðinu mögulegt að spila mönnum sem eru að skora meira en Rooney. Rooney mætti Íslandi í síðasta leik fyrir EM 2004 sem var hans fyrsta stórmót. Þar fór hann algjörlega á kostum og mögulega hefði enska liðið unnið mótið ef hann hefði ekki meiðst í undanúrslitaleiknum. Það voru enn ein sárindin fyrir England. Þetta gæti verið síðasta tækifæri Rooneys til að gera stóra hluti á stórmóti og hann veit af því.Niðurbrotnir enskir landsliðsmenn eftir tap í vítakeppni á EM 2012.Vísir/Getty Hafa tapað sex af sjö vítaspyrnukeppnum sínum Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. Enska landsliðið hefur nefnilega sex sinnum dottið út á stórmóti eftir tap í vítakeppni, þrisvar sinnum á HM og þrisvar sinnum á EM. Englendingar hafa aðeins unnið eina af sjö vítakeppnum sínum á stórmótum og sá sigur var á móti Spáni í átta liða úrslitum á EM 1996. Síðan þá hefur enska liðið dottið út í vítakeppni í undanúrslitum á EM 1996, í sextán liða úrslitum á HM 1998, í átta liða úrslitum á EM 2004, í átta liða úrslitum á HM 2006 og í átta liða úrslitum á EM 2012 þegar enska liðið tapaði á móti Ítölum í vító. Ensku leikmennirnir hafa alls klikkað á tólf vítaspyrnum í þessum sjö vítakeppnum og meðal þeirra eru Gareth Soutagte, Paul Ince, David Batty, David Beckham, Steven Gerrard og Jamie Carragher. Jú, það er af nógu að taka þegar kemur að enskum skúrkum í vítakeppnum í gegnum tíðina. Hvort þeim fjölgi í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.Vísir/EPABlaðamaðurinn John Cross hjá Daily MirrorTap verstu úrslit enska liðsins frá upphafi Enska liðið hefur helst áhyggjur af því fyrir leikinn gegn Íslandi hvernig því tekst að brjóta niður íslensku vörnina. Ísland hefur sýnt að það er sterkt varnarlið og þrátt fyrir að enska liðið sé ríkt af góðum framherjium, hefur það átt í vandræðum með að skora í Frakklandi. Þar að auki er England mun sigurstranglegri aðilinn í þessum leik í augum stuðningsmanna. Það er því mikil pressa sett á England sem hefur ekki enn náð sínu besta fram á mótinu. Mikilvægi leiksins er öllum ljóst. Líka Roy Hodgson. Hann er að berjast fyrir lífi sínu því hann þarf að komast í 8-liða úrslit til að fá nýjan samning. Tap yrði einfaldlega skelfileg úrslit, ekki bara fyrir hann heldur einnig fyrir sjálft liðið. Það mætti bera mögulegt tap fyrir Íslandi við óvænt tap Englands fyrir Bandaríkjunum árið 1950 sem hafa lengi verið talin verstu úrslit enska liðsins á stórmóti frá upphafi. En tap gegn Íslandi yrði að mínu mati enn verra og flokkað sem það versta frá upphafi. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira
Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn „No more years of hurt“. Mikil kynslóðaskipti hafa orðið í enska landsliðinu á síðustu árum en það er með einn allra yngsta hópinn á Evrópumótinu og gríðarlega spennandi leikmenn eins og Harry Kane, Dele Alli, Eric Dier, Raheem Sterling og fleiri. Eini gamli jálkurinn sem eftir er heitir Wayne Rooney sem er mættur á sitt sjöunda stórmót. Enska liðið er mjög spennandi en stórmótareynslan er ekki mikil og af því hafa enskir sparkspekingar miklar áhyggjur. „Þetta lið toppar eftir svona 2-3 ár“ sagði einn enskur blaðamaður við Fréttablaðið. Þeir sætta sig við að komast í undanúrslit á mótinu og Hodgson gæti haldið starfinu bara með því að vinna Ísland. Þetta óreynda lið er í vandræðum hvað varðar að komast langt í mótinu. Það datt kannski í lukkupottinn með að mæta Íslandi í 16 liða úrslitunum en fyrst því tókst ekki að vinna riðilinn er það í erfiðari hluta útsláttarkeppninnar og þarf að fara í gegnum bestu lið álfunnar ætli það að vinna mótið. Þar á meðal Ísland. Spilamennska enska liðsins í Frakklandi hefur verið upp og niður. Liðið drottnaði yfir leiknum gegn Rússlandi í fyrstu umferð riðlakeppninnar en tókst að fá á sig jöfnunarmark á síðustu sekúndunum. Frammistaðan í seinni hálfleik gegn Wales lofaði mjög góðu; ekta ensk barátta með miklum gæðum og endurkomusigur. En svo gerði Hodgson það sem enskir sparkspekingar eru svo óánægðir með. Hann hvíldi fimm byrjunarliðsmenn í lokaleiknum gegn Slóvakíu þar sem liðið þurfti sigur til að tryggja sér efsta sætið í riðlinum. Þar fór svolítið stígandin í liðinu en besta lið Englands gæti verið úr takti eftir að hafa ekki spilað saman leik sem skiptir verulegu máli í tíu daga.Wayne Rooney.Vísir/EPA Sá markahæsti í nýju hlutverki Sama hvaða skoðun menn hafa á Wayne Rooney er hann mikilvægasti leikmaður enska landsliðsins. Hann er fyrirliðinn, markahæsti leikmaður þess frá upphafi og spilar sinn 115. landsleik þegar hann mætir Íslandi. Ellefu landsleikir í viðbót og Rooney verður bæði marka- og landsleikjahæsti leikmaður enska landsliðsins í sögunni en hann skorar í næstum öðrum hvorum leik. Rooney spilar ekki lengur sem fremsti maður heldur sem fremsti miðjumaður líkt og hann hefur verið að gera undanfarna mánuði hjá Manchester United. Þar nýtist yfirsýn hans og sendingargeta auk óbilandi baráttuvilja ágætlega og gerir enska liðinu mögulegt að spila mönnum sem eru að skora meira en Rooney. Rooney mætti Íslandi í síðasta leik fyrir EM 2004 sem var hans fyrsta stórmót. Þar fór hann algjörlega á kostum og mögulega hefði enska liðið unnið mótið ef hann hefði ekki meiðst í undanúrslitaleiknum. Það voru enn ein sárindin fyrir England. Þetta gæti verið síðasta tækifæri Rooneys til að gera stóra hluti á stórmóti og hann veit af því.Niðurbrotnir enskir landsliðsmenn eftir tap í vítakeppni á EM 2012.Vísir/Getty Hafa tapað sex af sjö vítaspyrnukeppnum sínum Englendingar þekkja það þjóða best að tapa í vítakeppni á stórmótum. Enska landsliðið hefur nefnilega sex sinnum dottið út á stórmóti eftir tap í vítakeppni, þrisvar sinnum á HM og þrisvar sinnum á EM. Englendingar hafa aðeins unnið eina af sjö vítakeppnum sínum á stórmótum og sá sigur var á móti Spáni í átta liða úrslitum á EM 1996. Síðan þá hefur enska liðið dottið út í vítakeppni í undanúrslitum á EM 1996, í sextán liða úrslitum á HM 1998, í átta liða úrslitum á EM 2004, í átta liða úrslitum á HM 2006 og í átta liða úrslitum á EM 2012 þegar enska liðið tapaði á móti Ítölum í vító. Ensku leikmennirnir hafa alls klikkað á tólf vítaspyrnum í þessum sjö vítakeppnum og meðal þeirra eru Gareth Soutagte, Paul Ince, David Batty, David Beckham, Steven Gerrard og Jamie Carragher. Jú, það er af nógu að taka þegar kemur að enskum skúrkum í vítakeppnum í gegnum tíðina. Hvort þeim fjölgi í kvöld verður hins vegar að koma í ljós.Vísir/EPABlaðamaðurinn John Cross hjá Daily MirrorTap verstu úrslit enska liðsins frá upphafi Enska liðið hefur helst áhyggjur af því fyrir leikinn gegn Íslandi hvernig því tekst að brjóta niður íslensku vörnina. Ísland hefur sýnt að það er sterkt varnarlið og þrátt fyrir að enska liðið sé ríkt af góðum framherjium, hefur það átt í vandræðum með að skora í Frakklandi. Þar að auki er England mun sigurstranglegri aðilinn í þessum leik í augum stuðningsmanna. Það er því mikil pressa sett á England sem hefur ekki enn náð sínu besta fram á mótinu. Mikilvægi leiksins er öllum ljóst. Líka Roy Hodgson. Hann er að berjast fyrir lífi sínu því hann þarf að komast í 8-liða úrslit til að fá nýjan samning. Tap yrði einfaldlega skelfileg úrslit, ekki bara fyrir hann heldur einnig fyrir sjálft liðið. Það mætti bera mögulegt tap fyrir Íslandi við óvænt tap Englands fyrir Bandaríkjunum árið 1950 sem hafa lengi verið talin verstu úrslit enska liðsins á stórmóti frá upphafi. En tap gegn Íslandi yrði að mínu mati enn verra og flokkað sem það versta frá upphafi.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Í beinni: Njarðvík - Haukar | Hafnfirðingar geta orðið meistarar Körfubolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Fleiri fréttir Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Í beinni: Valur - ÍA | Valsmenn í vandræðum Í beinni: Stjarnan - Fram | Stjörnumenn þurfa viðspyrnu Í beinni: KR - ÍBV | Bjóða KR-ingar til enn einnar markaveislunnar? Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Sjá meira