„Þjóðhetjurnar“ - Óður til strákanna okkar á EM Ívar Halldórsson skrifar 25. júní 2016 11:00 Þegar okkar landsmenn vinna dáðir á erlendri grundu er við hæfi að heiðra þá með einhverjum hætti. Strákarnir okkar hafa svo sannarlega vakið heimsathygli með seiglu sinni, hugprýði og hetjuskap á EM. Hátterni þeirra og drengskapur hefur verið til fyrirmyndar á mótinu og ég verð að viðurkenna að ég er mjög stoltur af þeim. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyllist af einhvers konar yndislegri þjóðarást - en svo sannarlega er ég stoltur af því að vera Íslendingur í dag í ljósi afreka strákanna á EM. Þessi óður er mín leið til að þakka strákunum okkar, og að sjálfsögðu einnig Gumma Ben, fyrir frábæra og jákvæða landkynningu og fyrirmyndar frammistöðu á EM-mótinu: Þjóðhetjurnar Skunda þeir frá skrýtnu skeri Skotfastir og skeleggir Drengir dáðir Í EM skráðir Massaðir sem múrveggir Hræðast hvorki hót né hæðni Hrikalega hógværir Hvergi smeykir Klárir, keikir Engir vegir ófærir Víkingar á völdum velli Virtir, vænir, vongóðir Heilla heiminn draga ei seiminn Hæverskir og hugmóðir Hannes Halldórs hvergi hopar hetja klár í harkinu Fram sig leggur Eins manns veggur Martröð manna í markinu Gummi Ben er göldrum gæddur Geðshræringu glittir í þegar liðið eftir miðið hornið marksins hittir í Hetjurnar okkar skjótt hrifu heiminn Nú hugur margra á heima hér Með lúðra og fána syngjum "Öxar við ána" Guðs Ísland, nú enginn mun gleyma þér (Höfundur: Ívar Halldórsson) Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Sjá meira
Þegar okkar landsmenn vinna dáðir á erlendri grundu er við hæfi að heiðra þá með einhverjum hætti. Strákarnir okkar hafa svo sannarlega vakið heimsathygli með seiglu sinni, hugprýði og hetjuskap á EM. Hátterni þeirra og drengskapur hefur verið til fyrirmyndar á mótinu og ég verð að viðurkenna að ég er mjög stoltur af þeim. Það er ekki á hverjum degi sem maður fyllist af einhvers konar yndislegri þjóðarást - en svo sannarlega er ég stoltur af því að vera Íslendingur í dag í ljósi afreka strákanna á EM. Þessi óður er mín leið til að þakka strákunum okkar, og að sjálfsögðu einnig Gumma Ben, fyrir frábæra og jákvæða landkynningu og fyrirmyndar frammistöðu á EM-mótinu: Þjóðhetjurnar Skunda þeir frá skrýtnu skeri Skotfastir og skeleggir Drengir dáðir Í EM skráðir Massaðir sem múrveggir Hræðast hvorki hót né hæðni Hrikalega hógværir Hvergi smeykir Klárir, keikir Engir vegir ófærir Víkingar á völdum velli Virtir, vænir, vongóðir Heilla heiminn draga ei seiminn Hæverskir og hugmóðir Hannes Halldórs hvergi hopar hetja klár í harkinu Fram sig leggur Eins manns veggur Martröð manna í markinu Gummi Ben er göldrum gæddur Geðshræringu glittir í þegar liðið eftir miðið hornið marksins hittir í Hetjurnar okkar skjótt hrifu heiminn Nú hugur margra á heima hér Með lúðra og fána syngjum "Öxar við ána" Guðs Ísland, nú enginn mun gleyma þér (Höfundur: Ívar Halldórsson)
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun