Hallgrímur birtir útskýringu sína á Facebook þar sem hann byrjar með fjölda Íslendinga, 332 þúsund manns og dregur svo frá alla þá sem ekki komu til greina í landsliðið. Samantektina má sjá að neðan en hún er sniðug og skemmtileg.
Hallgrímur dregur frá konur, karlmenn yngri en átján ára og eldri en 35 ára. Þar gleymir hann reyndar Eiði Smára Guðjohnsen, sem er eldri en 35 ára, en látum það liggja milli hluta. Svo dregur hann frá þá sem eru í yfirvigt, þá sem starfa við hvalaskoðun eða vakta eldfjallavirkni og svo mætti áfram telja.
Bankamenn í fangelsi eru ekki gjaldgengir í landsliðið frekar en fjárhirðar, blindir eða veikir sem Hallgrímur áætlar að séu 7500 á hverri stundu. Þegar öllu er á botninn hvolft eru bara 23 leikmenn eftir.