Hafa lagt Ronaldo í einelti í mörg ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2016 13:55 Cristiano Ronaldo. Vísir/EPA Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Portúgalska knattspyrnugoðið Cristiano Ronaldo hefur ekki átt gott Evrópumót í Frakklandi og þessi frábæri leikmaður er enn markalaus og sigurlaus eftir tvo leiki. Ummæli hans og hegðun á meðan mótinu stendur hafa heldur ekki gefið upp fagra mynd af þessum frábæra fótboltamanni sem alltaf verið duglegur að gefa færi á sér í gegnum tíðina. Nú síðast hefur myndband af honum kasta hljóðnema sjónvarpsmanns út í vatn farið eins og eldur í sinu um frétta- og netmiðla heimsins. Sjónvarpsstöðin sem um ræðir er samt ekki bara einhver sjónvarpsstöð heldur stöð sem hefur lagt mikið upp úr því að hrella Cristiano Ronaldo í gegnum tíðina. Sjónvarpsstöðin er kölluð CMTV en heitir fullu nafni Correio da Manhã TV. Þetta er sjónvarpsstöð slúðursblaðs sem er alltaf að reyna að grafa upp fréttir af Cristiano Ronaldo og virðist þá ekki skipta máli hvort að þær fréttir séu sannar eða ekki. Á hverjum degi setja þeir í loftið frétt um Cristiano Ronaldo og fjölskyldu hans, soninn hans, peningana hans eða eitthvað annað. Hann hefur áður neitað að svara spurningum blaðamanns CMTV á blaðammafundi með landsliðinu og það fer ekkert á milli mála að hann er mjög ósáttur með vinnubrögð starfsmanna Correio da Manhã. Cristiano Ronaldo er vissulega undir mikilli pressu eftir slaka frammistöðu sína á mótinu en sá pirringur var þó ekki aðalástæðan fyrir því að hann kastaði hljóðnemanum út í vatn. Það er hægt að sjá myndbandið hér fyrir neðan en þegar menn vita af því hvaðan þessi sjónvarpsmaður kemur þá kannski skilur fólk Cristiano Ronaldo aðeins betur. Það breytir þó ekki því að svona á þessi stóra fyrirmynd ekki að haga sér þó að einhver hrellistöð sé að angra hann....meanwhile in France, Cristiano was asked what he thought of Messi's record-breaking free kick.#EURO2016 #CA2016 pic.twitter.com/tluIQxTQil— Chef (@champ_ian) June 22, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34 Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43 Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00 Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30 Mest lesið Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Knattspyrnukonur eyddu jólunum í fangelsi „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Þjálfarinn sá rautt í mögulega sínum síðasta leik „Eina sem ég hugsa um er að Liverpool vinni titilinn“ Fyrrverandi markvörður West Ham hættur í krabbameinsmeðferð Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Albert og félagar stálu stigi af Juventus Sjá meira
Víkingarnir sem sjokkeruðu Ronaldo | Sjáðu umfjöllun Roger Bennett um Ísland Roger Bennett, annar stjórnanda Men in Blazers, hefur nú sett saman þátt um íslenska fótboltalandsliðið fyrir VICE Sports og bætist þar með í hóp þeirra sem hafa fjallað um íslenska fótboltaævintýrið. 21. júní 2016 22:34
Ronaldo henti hljóðnemanum út í vatn | Myndband Portúgalinn Cristiano Ronaldo hefur ekki fundið sig á EM og hefur enga þolinmæði fyrir fjölmiðlamönnum lengur. 22. júní 2016 10:43
Ronaldo er frekar leiðinlegur Hollendingurinn Rafael van der Vaart heillaðist ekki mikið af persónuleika Cristiano Ronaldo er þeir léku saman hjá Real Madrid. 21. júní 2016 17:00
Henry Winter: Gaman að sjá hvernig Íslendingar tóku á Ronaldo Einn virtasti fótboltablaðamaður Bretlands segir Ronaldo vera auðmjúkari eftir meðferðina sem hann fékk frá Íslandi. 22. júní 2016 09:30