Keppni er nú lokið í þremur riðlum á Evrópumótinu í Frakklandi og eftir að leikjunum lauk í C-riðlinum í dag er það orðið ljóst hvaða þjóðir mætast í fyrsta leik sextán liða úrslitanna. Það varð líka ljóst að Ungverjar eru öruggir með sæti í sextán liða úrslitunum hvernig sem fer á morgun.
Sextán liða úrslitin munu hefjast með leik Sviss og Póllands klukkan eitt á laugardaginn.
Sviss lenti í öðru sæti í A-riðlinum á eftir Frökkum og Pólland lenti í öðru sæti í C-riðlinum á eftir Þjóðverjum.
Bæði liðin náðu jafntefli á móti toppliðum sinna riðla. Frakkar og Þjóðverjar mæta bæði hinsvegar eitt af liðunum sem eru með bestan árangur í þriðja sæti.
Tíu lið eru nú þegar komin áfram í sextán liða úrslitin auk þess sem Albanía, Slóvakía og Norður-Írland vonast eftir því að enda sem eitt af þeim fjórum liðum sem ná inn á góðum árangri í þriðja sæti.
Ungverjaland komst áfram með þessum úrslitum í dag því það er nú öruggt að þeir verða alltaf með fjögurra bestu liðanna í 3. sæti hvernig sem fer á morgun.
Liðin sem eru þegar komin áfram í sextán liða úrslitin eru:
Frakkland (1. sæti í A-riðli)
Sviss (2. sæti í A-riðli)
Wales (1. sæti í B-riðli)
England (2. sæti í B-riðli)
Þýskaland (1. sæti í C-riðli)
Pólland (2. sæti í C-riðli)
Spánn (1 eða 2. sæti í D-riðli)
Króatía (1 eða 2. sæti í D-riðli)
Ítalía (1. sæti í E-riðli)
Ungverjaland ( (1. 2. eða 3. sæti í F-riðli)
