Tók sé frí frá Blink-182 til að einblína á hættuna sem stafar af geimverum Birgir Olgeirsson skrifar 20. júní 2016 23:45 Tom DeLonge, til vinstri á myndinni, einblínir nú á ástríðu sína í lífinu sem er líf í geimnum og hættuna sem blasir við mannkyninu. Vísir/Getty Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“ Airwaves Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Fólk sóttist eftir því að vinna hjá Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Sjá meira
Tom DeLonge, einn af stofnendum bandaríska tríósins Blink-182, hefur opinberað eina af ástæðunum fyrir því að hann ákvað að taka sér pásu frá bandinu.Í viðtali við Mic sagðist hann hafa svo mikið á sinni könnu í einkalífinu að hann hefði ekki tíma fyrir hljómsveitina. Þar á meðal að fylgjast með geimverum. Þeir sem þekkja til Tom DeLonge vita að hann hefur aldrei farið í grafgötur með áhuga sinn á geimnum og hefur samið lög á borð við Aliens Exist, The Flight of Apollo og Valkyrie Missile. Þessu fylgir ómældur áhugi á fljúgandi furðuhlutum.Hér fyrir neðan má heyra eitt af þekktari lögum Blink-182:Hann hefur komið á fót útgáfunni Sekret Machines sem mun einblína á rannsóknir á fljúgandi furðuhlutum. Mun fyrirtækið leitast við að gefa út skáldsögur, fræðirit, tónlist frá nýrri hljómsveit hans Angels & Airwaves og heimildarmyndir. Fyrsta bókin er nú þegar komin út sem nefnist Sekret Machines Book 1: Chasing Shadows þar sem DeLonge vitnar í heimildarmenn sína innan hersins og leyniþjónustu Bandaríkjanna sem segja sögur af fljúgandi furðuhlutum og hið yfirskilvitlega. „Þegar þú ert einstaklingur eins og ég, sem er að fást við eitthvað sem varðar þjóðaröryggi, og þú hefur fengið þetta tækifæri til að miðla einhverju sem þú hefur brunnið fyrir allt þitt líf, eitthvað sem getur breytt heiminum, að vera hluti af slíku er afskaplega mikilvægt fyrir mitt líf,“ sagði DeLonge við Mic þegar hann var spurður hvers vegna hann tók sér pásu frá Blink 182. Hann segist vera hættur að nota orðið „geimverur“ eða „aliens“ en hann segir ríkisstjórnina í Bandaríkjunum leggja áherslu á að almenningur noti það orð. „Þetta er hugtak sem fólk notar í poppmenningunni, og skiljanlega því ríkisstjórnin ver ómældum fjármunum í að viðhalda því.“DeLonge vonar ekkert meira en að hann verði tekinn alvarlega svo hann geti deilt upplýsingum með almenningi sem hann segir vísindamenn hafa staðfest. „Ég verð ekki manneskjan sem býður upp á sannanir ef fólk treystir mér ekki og hefur ekki trú á mér. Við höfum hundruð þúsunda vitna. Sönnunargögn sem hafa verið greind af vísindamönnum um allan heim. Atburðir sem eiga sér stað á jörðu niðri. Þetta er allt í kringum okkur.“
Airwaves Mest lesið Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Lífið Heitasti leikarinn í Hollywood Lífið Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Gagnrýni Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Lífið Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Lífið Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið „Mikið djamm“ fylgdi Séð & heyrt Lífið Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Fleiri fréttir Fólk sóttist eftir því að vinna hjá Séð & heyrt Heitasti leikarinn í Hollywood Setja börnin í forgang og slíta hjónabandinu Ferðalaginu með hugvíkkandi efnin lauk á upphafsstað Sigursteinn Másson lykillinn að fullkominni fæðingu Guðrún losnaði við uppþemdan maga og léttist líka Fimmtán daga föstu Reynis að ljúka Sonur Gretu Salomé og Elvars kominn með nafn Segir tímann ekki lækna sorgina Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Sjá meira