Sport

Ásdís áttunda í spjótkastkeppninni

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Ásdís hefur lengst kastað 61,37 metra á árinu.
Ásdís hefur lengst kastað 61,37 metra á árinu. vísir/getty
Ásdís Hjálmsdóttir varð í áttunda sæti í spjótkastkeppni  kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Amsterdam. Hún kastaði 60,37 metra og var einum metra frá Íslandsmeti sínu.

Þetta er besti árangur Ásdísar á stórmóti í frjálsum íþróttum.

Ásdís náði sínu besta kasti strax í byrjun og varð áttunda inn í átta kvenna úrslitin. Þar náði hún ekki að bæta árangur sinn en árangur hennar á mótinu engu að síður glæsilegur.

Tatsiana Khaladovich frá Hvíta-Rússlandi vann gullverðlaun með kasti upp á 66,34 metra. Þjóðverjinn Linda Stahl vann silfrið þegar hún lyfti sér úr fimmta sætinu með síðasta kasti sínu. Sara Kolak frá Króatíu fékk bronsið.

Bein lýsing:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×