Látum vegakerfið ekki grotna niður Helga Árnadóttir skrifar 8. júlí 2016 07:00 Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Helga Árnadóttir Mest lesið Halldór 4.10.2025 Halldór Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Á sameiginlegum fundi Vegagerðarinnar og Samtaka ferðaþjónustunnar sem haldinn var fyrir skömmu kom fram að innan Vegagerðarinnar er nú unnið að því að reikna út verðmæti vegakerfis landsins. Fyrstu niðurstöður benda til að verðmæti þess geti verið á bilinu 600-700 milljarðar króna, þ.e. vegir, brýr, jarðgöng og stofnbrautir. Deila má um hver „rétt afskrift“ er af áætlaðri fjármunaeign, en ef stuðst er við þriggja prósenta afskrift eins og Hagstofa Íslands gerir, þyrfti að verja um 19-21 milljörðum króna á ári til að viðhalda verðmætum í vegakerfinu. Í samgönguáætlun er aftur á móti gert ráð fyrir 6-7 milljörðum króna í viðhald í ár og á næsta ári, eða þrefalt lægri fjárhæð en þyrfti. Vegakerfið er á mörgum stöðum löngu komið að þolmörkum og á sumum stöðum er það hreinlega ónýtt. Það er illa farið með eignir okkar landsmanna að láta þær rýrna með ónógri endurnýjun. Gott, greiðfært og hagkvæmt samgöngukerfi kemur öllum til góða. Fyrir ferðaþjónustuna er vegakerfið grundvöllur þess að dreifa ferðamönnum um landið til að allir landshlutar njóti góðs af fjölgun þeirra. Fjölgun ferðamanna hefur verið sannkölluð vítamínsprauta fyrir efnahag landsins. Á síðasta ári námu gjaldeyristekjur af ferðaþjónustunni tæplega 370 milljörðum króna. Samkvæmt Hagstofu Íslands var fjöldi launþega í atvinnugreinum sem tengjast ferðaþjónustu um tíu prósent af heildarfjölda starfa. Skattar á tekjur og hagnað einstaklinga alls voru um 292 milljarðar króna. Það munar um tíu prósent þeirra skattþegna. Til viðbótar námu heildartekjur af bensíngjaldi, kílómetragjaldi, olíugjaldi og bifreiðagjöldum um 22 milljörðum króna og þar skipta flutningar tengdir ferðaþjónustunni mestu. Góðar samgöngur eru ein af grunnstoðum þess að ferðamenn haldi áfram að skila þjóðarbúinu miklum og vaxandi tekjum. Því ber að fagna nýlegum orðum fjármálaráðherra, sem segist vilja stórefla alla innviðauppbyggingu. En orðum þurfa að fylgja athafnir, við verðum að tryggja sómasamlegt viðhald. vegakerfisins.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman Skoðun