Mannúðlegara að borga hælisleitendum en að járna Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 7. júlí 2016 14:15 Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn. Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira
Útlendingastofnun og IOM, Alþjóða fólksflutningastofnunin, undirrituðu í gær samning um að hælisleitendur, sem eiga ekki rétt á vernd hér á landi, geti snúið aftur heim í öruggar aðstæður án aðkomu lögreglu og án aðkomu stjórnvalda og fái jafnvel til þess fjárstuðning. Björn Teitsson upplýsingafulltrúi Rauða Krossins segir mun meiri mannúð fylgja þessu fyrirkomulagi. „Rauði Krossinn hefur talað um það að það skorti mannúð þegar hælisleitendur þurfa að yfirgefa landið ef þeir falla ekki undir samning Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og ef þeir geta ekki eða vilja ekki sest að hér á landi.“ Hann segir lögreglufylgdina þegar hælisleitindum er vísað úr landi gjarnan skorta mannúð. „Þá eftir að hafa lagt á sig mikið erfiði og varið umtalsverðu fé til að komast hingað er það oft á tíðum illa fjárhagslega statt. Að því leiti er það mannúðlegra og auðveldar fólki að komast til síns heimalands eða á öruggan stað. Þá með að minnsta kosti með eitthvað á milli handanna til að hefja nýtt líf,“ segir Björn. „Það eiga eftir að vakna upp spurningar um hvort að þetta eigi eftir að kosta meira en núverandi kerfi en ég held að svo sé ekki. Eins og kerfið er núna fer mikill mannafli í þessa nauðugu fylgd sem er ómannúðleg í eðli sínu til að byrja með og hún kostar líka pening,“ segir hann.Nú gætu margir spurt sig hvort að ekki sé verið að loka augunum fyrir hinum raunverulega vanda ef að Útlendingastofnun ætlar að afhenda hælisleitendum tékka gegn því að þeir yfirgefi landið? „Vissulega hljómar þetta eins og ákveðin friðþæging. Að við viljum ekki takast á við vandann, senda hann á brott og borga fyrir það fé. Það finnst mér alveg vera sjónarmið. En okkar ósk væri sú að flestir okkar umsækjenda fengju jákvæða niðurstöðu úr sinni málsmeðferð. En þetta er engu að síður ákveðin bót fyrir það fólk sem á annað borð þarf að fara og getur ekki verið hér og þeirra sem vilja fara,“ segir Björn.
Flóttamenn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Næsta lægð væntanleg á morgun Veður Fleiri fréttir Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Sjá meira