Sport

Aníta og Hafdís keppa á EM í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aníta á EM innanhúss í fyrra.
Aníta á EM innanhúss í fyrra. vísir/getty
EM í frjálsum íþróttum hófst í Amsterdam í dag og tveir íslenskir keppendur verða á ferðinni seinni partinn.

Aníta Hinriksdóttir keppir fyrst Íslendinganna en undanrásir hjá henni í 800 metra hlaupi hefjast klukkan 16.25.

Klukkan 16.40 er síðan komið að Hafdísi Sigurðardóttur en hún tekur þá þátt í forkeppninni í langstökki.

Aðrir íslenskir íþróttamenn á EM eru Arna Stefanía Guðmundsdóttir sem keppir í 400 metra grindahlaupi, Guðni Valur Guðnason keppir í kringlukasti og Ásdís Hjálmsdóttir keppir í spjótkasti.

Mótið er í beinni útsendingu á RÚV.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×