Vísir verður með beina útsendingu frá hátíðahöldum í miðbæ Reykjavíkur í kvöld þegar strákarnir okkar í karlalandsliðinu í knattspyrnu koma heim eftir mikla frægðarför á Evrópumótið í Frakklandi.
Útsendingin er í samstarfi við Símann, sem sýnir beint frá öllum leikjunum á EM, og RÚV. Auk þess að vera í beinni á vefnum verður einnig sýnt frá gleðinni í gegnum Facebook Live á Facebook-síðu Vísis.
Fögnuðurinn hefst klukkan 18:30 með skemmtidagskrá á Arnarhóli en milli klukkan 19 og 20 mun svo landsliðið aka í opinni rútu frá Skólavörðuholti í virðingarfylgd lögreglu, niður Skólavörðustíg og Bankastræti að Arnarhóli. Þar mun fara fram hátíðardagskrá og verða strákarnir hylltir fyrir frammistöðu sína.
Strákunum okkar fagnað: Bein útsending frá Arnarhóli á Vísi í kvöld
Tengdar fréttir

Viðrar vel til hátíðahalda í miðbæ Reykjavíkur
Tekið verður á móti strákunum okkar á Arnarhóli í kvöld.