Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2016 08:00 Þær Helga og Gréta sáu um hönnunina á drusluvarningnum í ár eins og þær hafa gert seinustu þrjú ár. Vísir/AntonBrink Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben
Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira