Drusluvarningurinn þarf að vera skýr og vandaður Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 18. júlí 2016 08:00 Þær Helga og Gréta sáu um hönnunina á drusluvarningnum í ár eins og þær hafa gert seinustu þrjú ár. Vísir/AntonBrink Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Það er mikilvægt að Druslugangan og áherslur hennar þróist á milli ára,“ segir Helga Dögg Ólafsdóttir, hönnuður varningsins fyrir Druslugönguna í ár ásamt Grétu Þorkelsdóttur. Þær hafa séð um hönnunina seinustu þrjú ár en það hefur alltaf verið mikil fjölbreytni í vörunum á milli ára. Druslugangan verður haldin næstkomandi laugardag en hún hefur verið gengin seinustu 5 ár í Reykjavík. Þar sameinast fólk sem styður baráttu fyrir réttindum þolenda kynferðisafbrota og berst fyrir því að ábyrgðin verði færð yfir á gerandann. Í fyrra var áherslan lögð á að sýna stuðning við alla þá sem sögðu frá ofbeldi sem þeir höfðu orðið fyrir en þetta árið er lagt meira upp úr því að þrýsta á yfirvöld og samfélagið að veita meira fræðslu um þessi málefni til þess að koma í veg fyrir að fólk beiti ofbeldi. Þetta árið verður töluvert meira úrval af drusluvarningi en áður. Nú munu fjórir mismunandi bolir, tvær derhúfur, þrjú tattú og nærbuxur standa til boða. „Ég fyllist af stolti þegar fólk sameinast um þennan málstað í kringum varninginn og stendur saman fyrir breytingum í samfélaginu en stendur ekki í stað.“Hér má sjá hluta af varningnum sem fáanlegur verður.Eins og áður hefur komið fram er áhersla göngunnar í ár lögð á að fræða samfélagið og spurningunni velt upp af hverju við búum á landi þar sem lítið sem ekkert er gert í málefnum þolenda kynferðisofbeldis. Þegar fólk verður fyrir slíku ofbeldi getur afleiðingin oft birst í breytingum á hegðunarmunstri þar sem mikið liggur á þolandanum. „Skilaboðin á bolunum snúast um hvernig fólki líður eftir að það segir frá. Það þarf að passa sig rosalega vel á að allt sé rétt orðað því orðin skipta svo miklu máli. Það er mikil hugmyndavinna á bak við varninginn og við fengum hjálp frá sálfræðingi til þess að gera þetta rétt. Á bolunum stendur meðal annars „Ég er ennþá ég“, „Þú ert sama manneskjan fyrir mér“ og „Ég er ekki ofbeldið sem ég varð fyrir“.“ Drusluvarningurinn hefur í gegnum tíðina verið afar vinsæll hjá stuðningsmönnum en það má enn sjá fólk klæðast varningnum frá því í fyrra, en þá urðu derhúfurnar sérstaklega vinsælar. „Ég held að fólk sé enn að nota vörurnar af því það er stoltar druslur allan ársins hring. Druslugangan á ekki að festa sig við einn viðburð og við viljum að átakið nái til allra, allan ársins hring. Svo finnst mér auðvitað líka gaman að sjá fólk nánast daglega í hönnun eftir mann.“ Varningurinn verður fáanlegur á pepp-kvöldi Druslugöngunnar á miðvikudaginn og í Druslugöngunni sjálfri. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 18. júlí.Bolirnir sem verða til sölu á miðvikudaginn.Mynd/Sunna Ben
Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið