Innlent

Veðurspá fyrir sunnudag: Væta norðan- og austanlands en þurrt suðvestantil

Atli Ísleifsson skrifar
Töluverður munur hefur verið á á spánum sé litið til norðurhelmings landsins annars vegar og suðurhelmingsins hins vegar.
Töluverður munur hefur verið á á spánum sé litið til norðurhelmings landsins annars vegar og suðurhelmingsins hins vegar. Mynd/Veðurstofa Íslands
Veðurstofan hefur birt spá sína fyrir sunnudag verslunarmannahelgarinnar þar sem spáð er blautu veðri norðan og austan til en þurru suðvestanlands.

Elín Björk Jónasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í gær að ákveðin spá væri í kerfinu fyrir verslunarmannahelgina sem virtist vera búin að ná læstri stöðu. Því væri ekki von á miklum breytingum á veðri, sé tekið mið af spánni, en vissulega þurfi að fylgjast vel með þegar nær dragi. 

Búist er við úrkomu á föstudagskvöldinu á norðausturhorninu og norðan til eins og staðan er núna eins og er. Sagði hún það væri frekar rakt yfir landinu og það haldi áfram.

Töluverður munur hefur verið á á spánum sé litið til norðurhelming landsins annars vegar og suðurhelminginn hins vegar. Á laugardag verður til að mynda varla ský á lofti í Reykjavík, Árnesi og Vestmannaeyjum og léttskýjað suðaustanlands. Á meðan verður alskýjað á norðurhluta landsins, hitatölur lægri og spáð úrkomu norðaustantil. 

Veðurspá næstu daga:

Á fimmtudag, föstudag og laugardag: Norðlæg átt 8-13 m/s og súld eða rigning með köflum um landið norðan og austanvert. Skýjað vestantil en bjartviðri sunnan- og suðvestanlands, og líkur á síðdegisskúrum, einkum á Suðurlandi. Hiti 7 til 19 stig, hlýjast suðvestanlands.

Á sunnudag og mánudag: Áframhaldandi norðlæg átt. Skýjað víðast hvar og væta í flestum landshlutum, síst þó á Vesturlandi. Kólnar og hiti víða 6 til 15 stig, mildast sunnantil.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×